Kjarninn - 29.05.2014, Page 88
03/10 Kína
Borgaralegu öflin urðu æ róttækari og árið 1921 var
Kommúnistaflokkurinn stofnaður. Eftir að Flokkurinn
komst til valda 1949 hafa endurtekið komið fram hreyfingar
sem bjóða einokun hans á völdum birginn. Í hundrað blóma
hreyfingunni 1957 kom t.d. í ljós djúpstæð óánægja mennta-
manna með ríkjandi stjórnarfar.
Á degi hinna framliðnu 5. apríl 1976 breyttist minningar-
athöfn um hinn vel þokkaða forsætisráðherra Zhou
Enlai í almenn mótmæli gegn vinstri öfgum maóista/
fjórmenningaklíkunnar.
lýðræðisveggurinn verður til
Eftir fall fjórmenningaklíkunnar í aðdraganda valdatöku
Deng Xiaoping 1978 varð til hreyfing sem kallast lýð-
ræðisveggurinn. Almenningur límdi spjöld upp á vegg niðri
í bæ. Á þeim var lýst yfir stuðningi við pragmatíska stefnu
Deng og viðraðar hugmyndir um aukið lýðræði.
Ef lýðræðishreyfingin í Kína á svona langa sögu, getur
hún ekki risið upp á ný? Mun áframhaldandi hagvöxtur
og frjáls viðskipti ekki efla millistéttina? Mun hún ekki á
ákveðnum tímapunkti verða það sterk að ekki verður lengur
hægt að hafna kröfum hennar um réttarríki, sjálfstæða
dómstóla, fulltrúalýðræði, málfrelsi o.s.frv.
Þetta er sjónarmið sem oft heyrist í umræðunni. Prófessor
Henry Rowen hélt því t.d. fram í grein frá árinu 2006, When
Will the Chinese People be Free?, að þegar meðaltekjur í Kína
færu upp í 10 þúsund dollara (skv. hans spá árið 2015) yrðu
Kínverjar „hálf-frjálsir“. Þegar þær næðu 14 þúsund dollara
markinu tíu árum síðar „að fullu frjálsir“.
Satt best að segja hef ég talsverðar efasemdir um sjónar-
mið af þessu tagi. Ef eitthvað er virðist mér sem efnahags-
framfarirnar í Kína síðustu áratugi hafi dregið úr líkum á
lýðræðisumbótum í nánustu framtíð. Hagvöxturinn hefur
styrkt stöðu Flokksins. Hann er í raun helsta réttlætingin
fyrir áframhaldandi völdum hans.
Innanlands er ekki annað að sjá en að yfirgnæfandi
meirihluti íbúa sé sáttur við óbreytt ástand. Nýjar kynslóðir