Kjarninn - 29.05.2014, Page 90
05/10 Kína
Þannig var um um miðjan tíunda
ártuginn hrint af stað tilraunum með
beinar kosningar fulltrúa Flokksins
á lægstu stjórnsýslueiningunum.
Hugmyndin var að veita umsýslu-
mönnumsem þar störfuðu meira
aðhald. Þannig mætti fyrirbyggja
óánægju vegna meintrar spillingar
og gerræðislegra ákvarðana. Margir
trúðu að slíkar tilraunir myndu
smám saman leiða til aukinnar stofn-
anavæðingar og lýðræðis þróunar á
landsvísu.
Í nýlegri bók sinni The Logic
and Limits of Political Reform in
China (2013) gerir prófessor Joseph
Fewsmith grein fyrir niðurstöðum
rannsókna sinna á þessum til-
raunum. Í stuttu máli telur hann að
þær hafi algerlega misheppnast.
Hann telur að þegar ráða-
menn stóðu frammi fyrir vali á
milli lýðræðislegs aðhalds með
embættismanna stéttinni annars
vegar og hættunnar á því að upp risu
stjórnmálamenn sem sæktu umboð
beint til fólksins hins vegar hafi þeir
misst áhugann.
Það hefur líka komið í ljós að
Flokkurinn hefur yfir margvíslegum
öðrum „verkfærum“ en lýðræði
að ráða til að tryggja pólitískan
stöðug leika. Í „verkfærakistunni“ er
samansafn af alls kyns úrræðum er
hafa sannað gildi sitt á liðnum árum.
Hér er listi yfir nokkur af helstu
verkfærunum:
tímalína stjórnvalda í Kína
Stjórnvöld í Kína frá tímum Qing-ættarinnar
1644 Qing-keisaraættin (frá Mansjúríu) steypir Ming-
keisaraættinni (síðustu kínversku keisaraættinni).
Undir Qing-keisurunum þandist Kína í allar áttir,
með innlimun Tíbet, Mongólíu og Xinjiang.
19. öldin Hnignun Qing-keisaraættarinnar hefst. Umrót og
ólga innanlands. Vesturveldin þröngva upp á Kína
ójöfnum samningum sem breyta Kína í hálfgerða
nýlendu.
1911-12 Umbótaöfl steypa síðasta keisaranum og stofna
Lýðveldið Kína. Herfurstar hrifsa fljótt völdin í
eigin hendur.
1915-25 Nýmenningarhreyfingin: Deigla sem opnaði leið
fyrir vestræna hugmyndastrauma inn í landið
(frjálslyndi, anarkisma, marxisma o.s.frv.).
1921 Kommúnistaflokkur Kína stofnaður; spratt upp úr
deiglu nýmenningarhreyfingarinnar.
1956-57 Í hundrað blóma hreyfingunni kom í ljós
djúpstæð óánægja menntamanna með ríkjandi
stjórnarfar.
1976 Á degi hinna framliðnu 5. apríl 1976 breyttist
minningarathöfn um Zhou Enlai í almenn mót-
mæli gegn vinstri öfgum maóista/fjórmenninga-
klíkunnar.
1978 Eftir fall fjórmenningaklíkunnar í aðdraganda
valdatöku Deng Xiaoping 1978 varð til hreyfing
sem kallast lýðræðisveggurinn. Almenningur lýst
yfir stuðningi við efnahagsumbætur Dengs og
viðraði auk þess hugmyndir um aukið lýðræði.
9. árat. Pólitík á meginlandi Kína einkenndist af pattstöðu
milli harðlínumanna og frjálslyndra umbótasinna.
Taívan tók hins vegar ákveðin skref í átt til lýð-
ræðis.
1989 Lýðræðishreyfing stúdenta. Hófst í Peking en
breiddist hratt um allt landið. Brotin niður með
hervaldi á Torgi hins himneska friðar 4. júní.
1997 Hong Kong verður hluti af Kína samkvæmt
uppskriftinni „eitt land – tvö kerfi“ (sósíalismi og
Hong Kong lýðræði).
2000 Peking-leiðin tekur á sig mynd (ríkiskapítalismi og
valdstjórnarskipulag).