Kjarninn - 29.05.2014, Síða 90

Kjarninn - 29.05.2014, Síða 90
05/10 Kína Þannig var um um miðjan tíunda ártuginn hrint af stað tilraunum með beinar kosningar fulltrúa Flokksins á lægstu stjórnsýslueiningunum. Hugmyndin var að veita umsýslu- mönnumsem þar störfuðu meira aðhald. Þannig mætti fyrirbyggja óánægju vegna meintrar spillingar og gerræðislegra ákvarðana. Margir trúðu að slíkar tilraunir myndu smám saman leiða til aukinnar stofn- anavæðingar og lýðræðis þróunar á landsvísu. Í nýlegri bók sinni The Logic and Limits of Political Reform in China (2013) gerir prófessor Joseph Fewsmith grein fyrir niðurstöðum rannsókna sinna á þessum til- raunum. Í stuttu máli telur hann að þær hafi algerlega misheppnast. Hann telur að þegar ráða- menn stóðu frammi fyrir vali á milli lýðræðislegs aðhalds með embættismanna stéttinni annars vegar og hættunnar á því að upp risu stjórnmálamenn sem sæktu umboð beint til fólksins hins vegar hafi þeir misst áhugann. Það hefur líka komið í ljós að Flokkurinn hefur yfir margvíslegum öðrum „verkfærum“ en lýðræði að ráða til að tryggja pólitískan stöðug leika. Í „verkfærakistunni“ er samansafn af alls kyns úrræðum er hafa sannað gildi sitt á liðnum árum. Hér er listi yfir nokkur af helstu verkfærunum: tímalína stjórnvalda í Kína Stjórnvöld í Kína frá tímum Qing-ættarinnar 1644 Qing-keisaraættin (frá Mansjúríu) steypir Ming- keisaraættinni (síðustu kínversku keisaraættinni). Undir Qing-keisurunum þandist Kína í allar áttir, með innlimun Tíbet, Mongólíu og Xinjiang. 19. öldin Hnignun Qing-keisaraættarinnar hefst. Umrót og ólga innanlands. Vesturveldin þröngva upp á Kína ójöfnum samningum sem breyta Kína í hálfgerða nýlendu. 1911-12 Umbótaöfl steypa síðasta keisaranum og stofna Lýðveldið Kína. Herfurstar hrifsa fljótt völdin í eigin hendur. 1915-25 Nýmenningarhreyfingin: Deigla sem opnaði leið fyrir vestræna hugmyndastrauma inn í landið (frjálslyndi, anarkisma, marxisma o.s.frv.). 1921 Kommúnistaflokkur Kína stofnaður; spratt upp úr deiglu nýmenningarhreyfingarinnar. 1956-57 Í hundrað blóma hreyfingunni kom í ljós djúpstæð óánægja menntamanna með ríkjandi stjórnarfar. 1976 Á degi hinna framliðnu 5. apríl 1976 breyttist minningarathöfn um Zhou Enlai í almenn mót- mæli gegn vinstri öfgum maóista/fjórmenninga- klíkunnar. 1978 Eftir fall fjórmenningaklíkunnar í aðdraganda valdatöku Deng Xiaoping 1978 varð til hreyfing sem kallast lýðræðisveggurinn. Almenningur lýst yfir stuðningi við efnahagsumbætur Dengs og viðraði auk þess hugmyndir um aukið lýðræði. 9. árat. Pólitík á meginlandi Kína einkenndist af pattstöðu milli harðlínumanna og frjálslyndra umbótasinna. Taívan tók hins vegar ákveðin skref í átt til lýð- ræðis. 1989 Lýðræðishreyfing stúdenta. Hófst í Peking en breiddist hratt um allt landið. Brotin niður með hervaldi á Torgi hins himneska friðar 4. júní. 1997 Hong Kong verður hluti af Kína samkvæmt uppskriftinni „eitt land – tvö kerfi“ (sósíalismi og Hong Kong lýðræði). 2000 Peking-leiðin tekur á sig mynd (ríkiskapítalismi og valdstjórnarskipulag).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.