Kjarninn - 29.05.2014, Page 92
07/10 Kína
Q Leikreglur stjórnmálanna
Þó að pólitískar umbætur hafi meira
og minna strandað í Kína á síðustu
árum er enn byggt á þeirri takmörk-
uðu stofnanavæðingu sem innleidd
var á áttunda og níunda áratugnum,
samhliða fyrstu skrefum markaðs-
væðingar og opnunar hagkerfisins.
Reglurnar fela m.a. í sér sam-
eiginlega ákvörðunatöku (í stað
tilskipana æðsta leiðtogans), eftir-
launakerfi sem tryggir nýliðun í hópi
leiðtoga, regluleg flokksþing þar sem
ný forysta er valin og framakerfi er
tekur meira tillit til verðleika en áður.
Þar sem leiðtogar landsins halda
sig allir meira og minna við þessar
grundvallarleikreglur fá kínversk
stjórnmálin oft á sig yfirbragð
ákveðinnar fagmennsku sem kann
á stundum að skapa tilfinningu fyrir
lýðræðishefðum.
Q óánægjuventlar
Almenningur í Kína getur upp að
vissu marki fengið útrás fyrir pólit-
íska óánægju.
Það getur hann t.d. með því að
blogga á samfélagsmiðlum, taka þátt
í „frjálsum“ félagasamtökum (NGOs),
leggja fram kvartanir til lands-
stjórnarinnar í Peking, vísa málum
til dómsstóla eða jafnvel með því að
skipuleggja mótmælagöngu.
Stjórnvöld taka á hverju máli
fyrir sig. Þau reyna að deila og
drottna. Aðalatriðið frá þeirra
sjónarmiði er að óánægjan um-
breytist ekki í sýnilega andstöðu við
landsstjórnina, sé staðabundin og/
eða dreifð.
Q öryggisgæsla
Yfirburðastaða Flokksins í kínversku
samfélagi hefur ávallt hvílt á yfir-
ráðum hans yfir þremur lykilþáttum
ríkisvaldsins: Mannaráðningum;
upplýsingaveitum; og – síðast en ekki
síst – yfir her og innra öryggiskerfi.
Á tíunda áratugnum byrjuðu
einstakar einingar innan þessara
stoða að fléttast saman í kerfi sem
í Kína er kallað weiwen eða „í þágu
stöðugleikans“. Eins og nafnið gefur
til kynna er hlutverk þess að tryggja
öryggi og stöðugleika í landinu.
Weiwen er orðið að gríðarlegu bákni
sem tekur til sín meiri fjármuni en
herinn.
Fyrstu drögin að kerfinu virðast
hafa orðið til sem viðbúnaður gegn
óvinsælum efnahagsráðstöfunum um
miðjan tíunda áratuginn. Það hefur
síðan þanist út sem viðbrögð við
tækninýjungum (internetinu, sam-
félagsmiðlum o.s.frv.) og lýðræðis-
byltingum annars staðar í heiminum
(Mið-Asíu, Austurlöndum nær).