Kjarninn - 29.05.2014, Page 95

Kjarninn - 29.05.2014, Page 95
10/10 Kína Deng Xiaoping (1904-1997): Æðsti leiðtogi Kína á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Hann var ekki eins ótvíræður „æðsti leiðtogi“ og Maó hafði verið; fremur æðstur meðal hóps 5-10 leiðtoga af sömu kynslóð og hann sjálfur. Framan af ferlinum var Deng náinn samstarfsmaður Maós. Snemma á 7. áratugnum snerist hann hins vegar til pragmatískra viðhorfa í anda kapítalisma. Deng var mjög áfram um markaðsvæðingu og opnun kínverska hagkerfisins en síður hrifinn af lýðræðislegum úrbótum. Hann studdi árás hersins á stúdenta á Torgi hins himneska friðar vorið 1989. Harðlínumenn: Íhaldssamir leiðtogar innan Kommúnista flokksins (einkum á níunda og tíunda ára- tugnum). Töluðu gjarnan um „fuglinn í búrinu“. Með því áttu þeir við að „fuglinn“ (markaðurinn) ætti að vera frjáls inni innan þeirra takmarkanna sem „búrið“ setti honum (áætlunarbúskapurinn). Þeir líta á frjáls- lynda hugmyndafræði sem „menningarlega mengun“. Í þessum hópi voru menn eins og Chen Yun (höfundur fuglabúrskenningarinnar), Li Xiannian og Li Peng. frjálslyndir umbótasinnar: Frjálslyndir leiðtogar innan Kommúnistaflokksins (einkum á níunda og tí- unda áratugnum). Vildu ganga mun lengra í markaðs- væðingu en harðlínumennirnir. Sáu fyrir sér að markaðurinn myndi smám saman vaxa út úr ramma plansins eins og raunin hefur orðið. Enn fremur töldu þeir nauðsynlegt að undirbyggja efnahagsþróun með lýðræðislegri þátttöku almennings. Til þessa hóps töldust Hu Yaobang, Zhao Ziyang og Wan Li (sonur hans, Wan Jifei núverandi formaður útflutningsráðs Kína CCPIT, er mörgum Íslendingum kunnur). Liu Xiaobo (1955- ): Hlaut friðarverðlaun Nóbels 2010 sem viðurkenningu fyrir friðsamlega baráttu til margra ára fyrir grundvallarmannréttindum í Kína. Liu er með doktorsgráðu í bókmenntum og var prófessor við Kennaraháskólann í Peking á níunda áratugnum. Á þeim árum varð hann þekktur fyrir beinskeytta gagn- rýni á hefðbundna kínverska menningu og hrifningu (sumir segja barnalega) á vestrænu þjóðskipulagi. Þegar árás hersins á lýðræðissinna hófst hinn 3. júní 1989 reyndi Liu, ásamt þremur öðrum mennta- mönnum, að afstýra enn meira manntjóni en orðið var með því að ganga á milli hers og námsmanna. Eftir þessa atburði hefur Liu mikið til mátt dúsa í fangelsi vegna skoðana sinna. Árið 2008 átti hann þátt í að semja Dagskrá 08, þar sem m.a. var farið fram á afnám eins flokks kerfis. Í framhaldi af því var hann handtekinn og árið eftir dæmdur í 11 ára fangelsi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.