Kjarninn - 29.05.2014, Side 106

Kjarninn - 29.05.2014, Side 106
02/03 Kjaftæði Hvar fá þessi framboð peningana til þess að auglýsa svona? Varla er John Frieda eða Shockwave Wella að dæla þessu í Dag. Konan mín er á framboðslista Bjartar framtíðar. Til saman burðar get ég sagt frá því að kosningabarátta BF kostar eitthvað aðeins undir 3,5 milljónum. Allur peningur- inn var tekinn á yfirdrætti í banka og er Sigurður Björn Blöndal, oddviti flokksins, í persónulegri ábyrgð. Pening- ana stendur svo til að endurgreiða með aurunum sem Reykjavíkur borg fær þeim flokkum sem komast í borgar- stjórn (30 kleinur sem allir deila). Á sama tíma held ég að Dögun sé að keyra sína kosninga- baráttu á góðum dósasjóði og að Alþýðu- fylkingin hafi verið með einn brakandi fimm þúsundkall til að klára dæmið. Miðað við sýnileika þeirra í kosningabaráttunni má ætla að þessi seðill hafi annaðhvort týnst eða endað í spilakassa. Píratar aftur á móti nota gjaldmiðil sem við hin líklegast þekkjum ekki og eru hluti af hagkerfi sem enginn skilur. Guð blessi þetta gengi og hálsakots-skeggin þeirra. Það er enginn að segja mér að sömu heimili og sóttu um skuldaleiðréttingu séu að ausa peningum í þessa flokka. Bæði Halldór Halldórsson og Dagur B. Eggertsson vita að hádegismatur er aldrei ókeypis, og kosningaframlög eru það enn síður. Kjósendur eiga rétt á því að vita hvaða fyrir- tæki, hagsmunaaðilar og einkafélög hafa verið að dæla í þá peningum. Kjósendur eiga rétt á því að vita hverja er búið að blikka, hverjir hafa setið með í hádegismat og hverjir telja sig eiga tilkall til ákveðinni hlunninda þegar kosningum lýkur. júlíus Vífill með 2,5 milljónir í Reykjavík Vikublaði kemur fram að bara Júlíus Vífill hafi fengið 2,5 milljónir frá ýmsum fyrirtækjum fyrir prófkjör sitt. Aðallega verktökum. Haldiði að Júlíus fái þessa peninga því hann syngur svo fallega? Eða tengist það frekar setu hans í skipulagsráði? „Á sama tíma held ég að Dögun sé að keyra sína kosningabaráttu á góðum dósasjóði.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.