Kjarninn - 05.06.2014, Side 5

Kjarninn - 05.06.2014, Side 5
04/06 Leiðari Læra af því sem aflaga fór Það er auðvelt að velta sér upp úr neikvæðum afleiðingum hruns bankanna og krónunnar og það er að vissu leyti nauðsynlegt. Sérstaklega að reyna að leggjast yfir stöðuna, safna upplýsingum saman og greina þær svo að hægt sé að fyrirbyggja að sambærileg staða komi upp aftur. Það má ekki gleyma því að neyðarlögin eru einstök í mannkynssögunni. Aldrei fyrr hefur þjóð staðið frammi fyrir efnahagslegu altjóni, eftir að fífldjörf hagstjórn stjórnmálamanna og stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins leiddi landið næstum til efnahagslegrar glötunar. Vonandi verður hægt að læra af þessum mörgu og stóru mis- tökum sem augljóslega voru gerð. Komandi kynslóðir eiga það skilið. Það sem blasir nú við sem helsta verk- efnið fram undan er að finna leið út úr haftabúskapnum. Það ömurlega við hann er að hann býr til stéttaskipt samfélag með margvíslegum neikvæðum áhrifum. Enginn ætti að sætta sig við slíkt. Að þessu sinni verður þessi staða ekki gerð að helsta um- fjöllunarefni en ég trúi því að ríkisstjórn Íslands sé einbeitt í því að koma landinu úr þessari ömurlegu veröld hafta og hagsmunabaráttu. Það er gott að hún sé að vinna með færum sérfræðingum á þessu sviði en best væri að hafa gagnsæi að leiðarljósi í þeirri vinnu, þar sem almannahagsmunir eru undir. jákvæðar hliðar hrunsins Jákvæðar hliðar hrunsins hafa ekki verið mikið ræddar og kannski ekki að ástæðulausu. Af nægu neikvæðu er að taka. En hinar jákvæðu hliðar eru sýnilegar og birtast ekki síst í kröftugra nýsköpunarumhverfi en hér hefur verið um árabil. Ástæðan fyrir því held ég að sé mannleg fremur en nokkuð annað. Þegar bankarnir hrundu hætti margt vel menntað og reynslumikið fólk störfum og fór að gera eitthvað annað. Þetta á ekki síst við um tæknimenntað fólk á sviði verkfræði og fleiri raungreina. Þetta fólk hefur síðan látið til sín taka „Aldrei fyrr hefur þjóð staðið frammi fyrir efnahags- legu altjóni.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.