Kjarninn - 05.06.2014, Page 14

Kjarninn - 05.06.2014, Page 14
11/13 UmhverFismáL ekki vitað hvort þetta virkar Niðurdælingarverkefnið er þróunar- og nýsköpunarverkefni sem miðar að því að draga úr mengun frá Hellisheiðarvirkjun. Í því felst að skilja á brennisteinsvetnið frá gufu og blanda við vinnsluvatn frá virkjuninni áður en því er dælt niður í berggrunn við virkjunina. Samkvæmt Orkuveitunni gefa niðurstöður tilrauna til kynna að það bindist þar berglögum. Rannsóknir vegna þessa verkefnis hafa staðið yfir frá árinu 2007 og Orkuveita Reykjavíkur hefur sagst hafa verið að vinna að verkefninu á fullu alla tíð síðan. Í byrjun apríl síðastliðins sendi fyrirtækið svo frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt var frá því að niðurdæling brennisteinsvetnis væri að fara að hefjast. Um verður að ræða tilrauna rekstur hreinsistöðvar sem mun skilja brenni- steinsvetni úr gufuútblæstri einnar af sex vélum Hellisheiðar- virkjunar. Í tilkynningunni segir: „gangi rekstur stöðvarinnar eins og vænst er, verður hún stækkuð. Slík ákvörðun verður ekki tekin fyrr en að fenginni eins árs rekstrarreynslu. Þess vegna hefur Orkuveitan farið fram á undanþágu á hertum ákvæðum reglugerðar um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti, sem ganga eiga í gildi í sumar.“ Samkvæmt skriflegu svari frá Eiríki Hjálmarssyni, upplýsingafulltrúa Orku veitunnar, tók lengri tíma en til stóð að byrja að blanda brennisteinsvetninu saman við niðurdælingarvatnið. Fyrsta prófun var því ekki fyrr en 15. maí og stöðug niðurdæling hófst ekki fyrr en í fyrradag, 3. júní. Ástæðan var sú að stilla þurfti betur saman búnað hreinsistöðvar og virkjunar, en Eiríkur segir niðurdælinguna hafa gengið vel fyrsta sólarhringinn sem hún var stöðug. Ástæðan fyrir undanþágubeiðninni er augljós, Hellisheiðar- virkjun stenst ekki nýju mörkin. Beiðnin liggur inni á borði Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfisráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur, upplýsinga- fulltrúa ráðuneytisins, hefur hann enn ekki tekið ákvörðun um hvort undanþágan verði veitt. Það þarf þó að gerast bráðlega því hin hertu ákvæði taka gildi um næstu mánaðamót. Einsog alltaf er með tilraunaverkefni liggur auðvitað ekkert fyrir um hver niðurstaðan verður. „Ástæðan fyrir undanþágu- beiðninni er augljós, Hellisheiðar- virkjun stenst ekki nýju mörkin.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.