Kjarninn - 05.06.2014, Page 18

Kjarninn - 05.06.2014, Page 18
13/13 UmhverFismáL Hún kom líka mjög skýrt fram í erindi sem María Maack, doktorsnemi í visthagfræði, flutti á ráðstefnu FUMÍ um brennisteinsvetni 25. september í fyrra. Yfirskrift erindisins var „Áætlaður úthrifskostnaður brennisteins“, en úthrif er sá kostnaður sem ekki er rukkað fyrir í verði vöru eða þjónustu, en lendir á samfélaginu í heild sinni, annaðhvort núlifandi meðlimum þess eða komandi kynslóðum. Í erindi sínu rekur María möguleg heilsufarsleg, gróðurfars leg og fjárhagsleg áhrif brennisteinsvetnis. Sýnt hefur verið fram á að rýrnun loftgæða vegna útblásturs brennisteinsvetnis geti valdið öndunarfærakvillum á borð við astma og vísbendingar eru sagðar um að það geti í litlum skömmtum haft áhrif á taugakerfi manna. Langtímaáhrif útblástursins hafa þó ekki verið rannsókuð nægilega mikið og því liggur ekki fyrir hvort þau eru mjög skaðleg eða ekki. Í erindi Maríu eru færð rök fyrir því að útblásturinn geti líka valdið samfélaginu töluverðum fjárhagslegum skaða. Þannig ryðgi bárujárn hraðar, ýmis raftæki bili oftar, möstur endist skemur og svo framvegis. Þá telja hljóðmenn að brennisteinsmengun orsaki mjög hraða tæringu á efnum á borð við kopar og silfur. Mbl.is fjallaði ítarlega um það mál fyrir um ári. María setti upp kostnaðar- og ábata greiningu þar sem ábatinn var þau úthrif sem komist væri hjá ef virkjanirnar hefðu sett upp hreinsunarbúnað sem kostaði 2,2 milljarða króna strax í upphafi og afskrifað hann á 50 árum. Hún komst að þeirri niðurstöðu, miðað við gefnar forsendur, að það myndi borga sig upp á innan við tíu árum að hafa sett upp búnaðinn til að hreinsa brennisteinsvetnið frá. Sé sú niðurstaða rétt er fjárhagslegur samfélagslegur kostnaður af því að hreinsunarbúnaður var ekki settur upp nokkur hundruð milljónir króna á ári.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.