Kjarninn - 05.06.2014, Side 24

Kjarninn - 05.06.2014, Side 24
18/18 viðskipti Blikur á lofti Eftir miklar hækkanir á gengi hlutabréfa hefur hægt á þessum miklu hækkunum og markaðurinn sýnt eðlilegri verðmyndun, þó að sveiflur í veltu hafi verið mun meiri en á öðrum mörkuðum á Norðurlöndunum eða víðar. Ástæðan er ekki síst sú að markaðurinn á Íslandi er dvergvaxinn í næstum öllum samanburði og býr ekki við alþjóðlegar fjármagns hreyfingar milli landa, en félög sem skrá sig á markað erlendis gera það ekki síst til þess að ná til alþjóð- legra fjárfesta og tengjast nýjum mörkuðum. Eftir því sem ströng fjármagnshöft verða lengur, þeim mun erfiðara verður fyrir fjárfesta að átta sig á verð lagningu á markaðnum, hvort sem um hluta- eða skuldabréf er að ræða. Viðmælendur Kjarnans á fjármálamarkaði sögðu höftin vera farin að hafa veruleg áhrif á markaði, fé leitaði inn á fasteignamarkað í meiri mæli en í eðlilegu árferði og veruleg hætta væri á verðbólu. Þá er farið að bera á því að fjárfestar séu að taka skortstöðu gegn félögum á markaði þar sem veðjað er á lækkun á gengi bréfa, t.d. samhliða rýmkun fjármagnshafta. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir enn hvenær fjármagnshöft verða rýmkuð eða afnumin eru fjárfestar, í litlum mæli þó, farnir að horfa til þess að eignaverð gæti lækkað þegar opnað verður fyrir nýjar leiðir til fjárfestinga úr landinu. Greiningar frá sérfræðingum greiningardeilda bankanna hafa þó ekki gefið til kynna að félögin séu yfir- verðlögð, nema í undantekningartilvikum þar sem sú ráðgjöf er veitt að selja bréfin. Rekstrarkennitölur þykja ekki benda til yfirverðlagningar að mati sérfræðinganna. En það er með rekstrarkennitölurnar eins og verðlagningu á vörum almennt innan strangra fjármagnshafta; það er erfitt að greina hvað er rétt og rangt.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.