Kjarninn - 05.06.2014, Side 32

Kjarninn - 05.06.2014, Side 32
24/24 1 jón gnarr Besti flokkurinn hans kom, sá og sigraði í sveitarstjórnarkosningunum 2010. Gamli fjórflokkurinn vissi þá ekki sitt rjúkandi ráð um hvernig ætti að tækla Jón Gnarr, sem jós út kosningaloforðum sem hann tilkynnti jafnóðum að hann ætlaði ekki að standa við. Hans verður helst minnst sem borgarstjórans sem óx hvað mest í starfi. Í fyrstu kom hann fyrir eins og álfur út úr hól, en honum óx fiskur um hrygg þegar á leið og hann nýtti stöðu sína sem borgar- stjóri til að berjast fyrir mannréttindum á ýmsum vígstöðum. Jón virtist aldrei almennilega ná tökum á starfinu en það sem er kannski hvað eftirminnilegast við hann er að það virtist ekki skipta íbúa höfuðborgarinnar neinu máli.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.