Kjarninn - 05.06.2014, Page 39

Kjarninn - 05.06.2014, Page 39
31/34 DaNmörk Verslunina nefndu þau Zebra og þar átti fyrst og fremst að selja gamla vörulagera úr ýmsum áttum, og auðvitað regn- hlífar! Ekki var miklu kostað til í auglýsingar vegna opnunar- innar, nær einungis auglýst í hverfisblaðinu. Margir ráku þó augun í að í auglýsingunni stóð að fyrsta daginn yrðu regn- hlífar seldar á eina krónu stykkið meðan birgðirnar entust. Þegar leið að því að klukkan yrði tíu, þegar átti að opna, var komin löng röð við dyrnar. Lennart og Sus (eins og Suzanne er ætíð kölluð) buðu öllum í röðinni upp á rjómakaffi og köku með. Regnhlífarnar seldust upp á fyrsta klukkutímanum og nú vissu allir í hverfinu af þessu öðlingsfólki (eins og Amagerblaðið kallaði hjónin) og stóru dagblöðin sögðu líka frá þessari búð á Íslandsbryggju, og rjómakaffinu. Þarna væri allt ódýrt og í versluninni kenndi margra grasa.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.