Kjarninn - 05.06.2014, Page 40

Kjarninn - 05.06.2014, Page 40
32/34 DaNmörk allt á tíkall Reksturinn á Zebra gekk vel án þess þó að vera stórgróða- fyrirtæki. Sumarið 1995 komust hjónin yfir mjög mikið af alls kyns vörum, svo mikið að það komst engan veginn fyrir í búðinni á Íslandsbryggju. Frændi Sus átti rúmgott verslunarpláss við Gothersgade í miðborg Kaupmannahafnar og þar var opnaður lager- markaður undir nafni Zebra. Þarna ægði öllu saman, allar vörur í ódýrari kantinum en verðið þó misjafnt. Daginn sem þessi markaður var opnaður fóru þau Lennart og Sus í sumarfrí, frænka Sus sá um markaðinn. Áður en dagurinn var liðinn var frænkan búin að hringja tíu sinnum til að spyrja hvað eitthvað ætti að kosta og kvartaði yfir að hlutirnir væru illa verðmerktir. Á endanum sagði Lennart setninguna sem átti eftir að verða afdrifarík. „Láttu bara alla hluti kosta tíu krónur.“ Nokkrum dögum síðar hringdi frænkan og sagði að allar vörurnar væru að verða búnar og þegar Lennart og Sus komu heim úr fríinu var frænkan búin að loka, og búðin galtóm. af hverju tiger? Þarna fékk Lennart hugmyndina að því sem svo varð TIGER. Þau hjónin ákváðu að breyta Zebra-versluninni á Íslands- bryggju og byggja á hugmyndinni um að láta hlutina kosta tíu krónur. Þau ákváðu líka að breyta um nafn á búðinni og fjölskyldan velti fyrir sér nöfnum. Yfir kvöldmatnum sagði dóttirin: „Sko, gamla búðin heitir Zebra, mér finnst að nýja búðin eigi að heita Tiger.“ „Af hverju Tiger?” spurðu for- eldrarnir. „Bara, svo rímar það líka við tier (tíkall) eins og þið ætlið að láta allt kosta,“ svaraði barnið. Þar með var nafnið fundið. Þetta var eins og áður sagði árið 1995. Til að gera langa sögu stutta hitti hugmyndin að selja allt á tíkall beint í mark. Eftir nokkur ár var ákvörðunin um gömlu afgangslagerana fljótlega lögð til hliðar og hjónin ferðuðust um allar trissur til að finna ódýrar vörur. Af slíkum varningi var nóg í boði og TIGER boltinn var fyrir alvöru byrjaður að rúlla. Lennart sagði nýlega frá því í blaðaviðtali

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.