Kjarninn - 05.06.2014, Page 41

Kjarninn - 05.06.2014, Page 41
33/34 DaNmörk að þegar til stóð að opna fyrstu verslunina á Jótlandi hefði ekki unnist tími til að auglýsa eftir fólki, hann hefði sjálfur staðið á götunni og spurt fólk hvort það vantaði ekki vinnu og ef það svaraði játandi var það ráðið á staðnum! Árið 2000 voru TIGER-verslanirnar í Danmörku orðnar 40 og 2001 var fyrsta verslunin utan danskra landsteina opnuð, einmitt í Reykjavík. Í dag eru verslanirnar á fjórða hundrað í 20 löndum, þar af 65 í heimalandinu Danmörku. tiger í japan Hinn 21. júlí árið 2012 var fyrsta TIGER-verslunin í Japan opnuð, í borginni Osaka. Í blaðaviðtali sagði Lennart Lajboschitz frá því að hann hefði aldrei orðið vitni að öðru eins. Starfsfólk sex japanskra sjónvarpsstöðva kom til Dan- merkur til að kynna sér fyrirtækið og þær sýndu allar beint frá því þegar verslunin var opnuð. Þá biðu mörg hundruð manns í röð fyrir utan, sumir höfðu ferðast með lest klukkustundum saman til að komast í búðina á fyrsta degi. Eftir tvo daga var allt uppselt og versluninni var lokað í nokkra daga, á meðan beðið var eftir nýjum vörum. Síðan hafa fleiri TIGER-verslanir verið opnaðar í Japan og þeim fjölgar stöðugt. Til marks um vinsældirnar má nefna að í japönsku TIGER-búðunum eru 16 afgreiðslukassar, sem veitir ekki af, segir Lennart.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.