Kjarninn - 05.06.2014, Qupperneq 63

Kjarninn - 05.06.2014, Qupperneq 63
54/55 pistiLL varhugaverð umhverfisáhrif Við nánari umhugsun hafði frjálsynda mamman byrjað að forpokast strax upp úr fæðingu sonarins. Í einni af fyrstu vagnferðunum hafði vinkona hrósað mér fyrir að breiða bleikt teppi yfir strák. Hrósið hafði öfug áhrif, systir mín hafði lánað mér teppið og ég breitt það umhugsunarlaust yfir barnið, en þetta varð til þess að ég fór að velta fyrir mér hvort það væri sjálfhverft af mér að taka ekki meira tillit til meintra almennra þarfa drengja í þessu tilliti. Eins var mér brugðið þegar leikskólakennari spurði af hverju ég hefði keypt stelpuregngalla á hann. Þetta er ekki stelpugalli, másaði ég stressuð og benti á að regngallinn væri rauður. Þá brosti leikskólakennarinn og sagði: Já, en þessir gallar eru bara til í rauðu og bláu. Í ljósi fjölda keimlíkra atvika er kannski ekkert skrýtið að fréttin af drengnum ógæfusama hafi skotið mér skelk í bringu. Nú er svo komið að sonur minn á nánast bara dótabíla og flestir þeirra eru brunabílar, þó að einn og einn lögreglubíll hafi fengið að slæðast með. Hann er svo eldheitur í bruna- bílaleikjunum að hann gegnir helst nafninu Sam (Sammi brunavörður) og kallar mömmu sína oftast nær Elvis (starfsfélagi Samma þessa). Reyndar á hann líka járnbrautarlest, dótadýr og Legókubba. Jú, og ljósfjólublátt hjól með rauðum blómum sem hann valdi sér sjálfur og mamma hans lét eftir honum að kaupa, þökk sé David Bowie. Sonur minn skrönglast um Berlín þvera og endilega á meintu stelpuhjóli með hjálpadekkjum og pastelgrænir skór með skærbleikum sólum hamast á pedulunum. Þetta er hans smekkur og meira er ekki um það að segja. Ef hann kýs frekar að drekka úr glasi með forljótum brosandi bíl en til dæmis norrænni gæðahönnun á borð við Múmínálfabolla, þá má hann það líka. Honum er frjálst að skreyta sig með öllum heimsins litum. Þetta er jú eftir allt saman hans líf. Og sannleikurinn einfaldlega sá að stundum geta mömmur verið ósköp vitlausar ... og smekklausar. „Oddviti Fram- sóknar ber blak af skoðunum sínum“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.