Kjarninn - 05.06.2014, Side 69

Kjarninn - 05.06.2014, Side 69
01/01 græjur kjarninn 5. júní 2014 spotify Ég hlusta mikið á tón- list og þetta er frábært app til að hlusta á uppáhalds- tónlistina, hjólandi, í ræktinni eða vinnunni. insta gram Frábær leið til að tjá sig um líf sitt í máli og myndum, filterarnir eru nauðsyn- legir og skemmtilegir. tinker tailor Ég get ekki beðið eftir að ná mér í nýja Tinker Tailor appið en þar verður hægt að klæðskerasníða hátískufatnað o.fl. soffía sigurgeirsdóttir Framkvæmdastýra UN Women á Íslandi 01/01 græjUr tækNi Pólskt nýsköpunarfyrirtæki ætlar að bylta því hvernig við sofum Pólska nýsköpunarfyrirtækið Intelclinic sóttist nýverið eftir 100 þúsund bandaríkjadölum í svokallað „crowdfunding“ hjá stærstu síðu heims í þeim geira, Kickstarter. Varan sem fyrirtækið sóttist eftir fjármagni til að framleiða, heillaði fjárfesta svo mikið að fyrirtækið fékk fjórfalt meira en það sóttist eftir. Í júlí munu fyrstu þrjú þúsund eintökin af NeurOn, fyrstu svefngrímunni fyrir margskiptan svefn, verða send til fjárfestanna. Í kjölfarið fer varan á almennan markað. NeurOn svefngríman á að geta gert notandanum kleift að skipta úr mónófasískum svefni yfir í polyfasískan. Intelclinic heldur því fram að söguleg stórmenni á borð við Da Vinci, Churchill, Jefferson, Franklin, Edison og Napoleon hafi allir sofið á þennan hátt. Þetta nýja svefnmynstur, sem samanstendur af nokkrum styttri blundum, á að gera það að verkum að notandinn geti vakað í 28 fleiri tíma á viku. Með þessu á notandinn að geta minnkað svefn sinn í tvo til sex klukkutíma á sólarhring án þess að það hafi áhrif á ferskleika viðkomandi.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.