Kjarninn - 05.06.2014, Page 76

Kjarninn - 05.06.2014, Page 76
07/08 tÓNList the haxan Cloak The Haxan Cloak átti án efa eina af áhugaverðari breiðskífum síðasta árs. Maðurinn að baki The Haxan Cloak er hinn tæplega þrítugi Englendingur Bobby Krlic og er önnur breiðskífa hans, Excavation, ein myrkasta og drunga- legasta raftónlistarplata sem komið hefur út lengi. Hennar er einna best notið á göngu með góð heyrnar- tól í snjó í allra svartasta skammdeginu. interpol Segja má sem svo að Interpol sé hin stóra hljóm- sveitin á All Tomorrow‘s Parties í ár og bíða margir íslenskir rokkunnendur eftir tónleikum hennar. Interpol kom fyrst fram á sjónarsviðið þegar hún sendi frá sér hina fínu Turn on the Bright Lights árið 2002. Interpol þótti koma með ferska nálgun á gamlan efnivið og í kjölfar útgáfu frumburðar hennar hljómaði þriðja hver rokksveit eins og hún væri undir áhrifum frá Interpol. Devendra Banhart Devendra Banhart er tón- listarmaður sem er fæddur í Bandaríkjunum og var upp- götvaður af Michael Gira, forsprakka Swans og Angels of Light, um miðbik síðasta áratugar. Hann er uppalinn í Texas en á ættir að rekja til Venesúela. Framan af ferli sínum var hann leiðandi í tónlistarsenu sem kennd er við freak-folk og hefur getið af sér listamenn á borð við CocoRosie, Joanna Newsom, Vetiver og fleiri hljóm sveitir. Breiðskífur hans Niño Rojo, Cripple Crow, Mala og Rejoicing in the Hands eru allar mjög áheyrilegar.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.