Kjarninn - 05.06.2014, Page 77

Kjarninn - 05.06.2014, Page 77
08/08 tÓNList i Break horses Hin draumkennda og rafræna jaðarsveit I Break Horses hefur gefið út tvær breiðskífur fyrir Bella Union í Bretlandi og hefur hún m.a. hrifið meðlimi Sigur Rós upp úr skónum. Hljómsveitin er frá Stokkhólmi og ætti hljómur hennar að falla vel að eyrum aðdáenda M83, Cocteau Twins og My Bloody Valentine. pharmakon Öfgafyllsta sveit hátíðar- innar er mjög líklega Pharmakon, sem er ein- yrkjaverkefni gjörninga- listakonunnar Margaret Chardiet. Fyrsta breiðskífa hennar, Abandon, kom út í fyrra á hinu frábæra merki Sacred Bones í New York og minnir um margt á það besta með óhljóðalistamönnum á borð við Throbbing Gristle, Merzbow, Prurient og Whitehouse. eaux Eaux er yngsta erlenda atriðið á hátíðinni og er þríeyki frá London sem stofnað upp úr leifum hljómsveitarinnar Sian Alice Group. Hljómsveitin blandar smekklega saman áhrifum frá þjóð- lagatónlist, frumteknói og kosmísku hljóðgervla- poppi. Hjómsveitin var stofnuð árið 2012 og hefur verið að troða upp með hljómsveitum á borð við Django Django, Chromatics og Active Child svo ein- hverjar séu nefndar. Fyrsta breiðskífa hennar, Plastics, kemur út hjá ATP Record- ings 9. júní næstkomandi. Forest swords Forest Swords er sviðsnafn Liverpool-búans Matthew Barnes. Fyrsta alvöru útgáfa hans var hin kynn- gimagnaða þröngskífa Dagger Paths, sem eðal- útgáfan No Pain In Pop gaf út árið 2010. Barnes er afar klár útsetjari og er tónlist hans eiturhvöss samsuða af dub-, raf- og tilrauna- tónlist. Fyrsta stóra plata hans leit dagsins ljós í fyrra og er hún frábær.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.