Kjarninn - 05.06.2014, Page 81

Kjarninn - 05.06.2014, Page 81
04/04 MarkaðsMÁl Takið fram vasaklútana. Hér kemur ein sem er með allt! Coke hefur lengi gert út á stemmninguna í kringum leikina frekar en það sem gerist inni á vellinum. Fyrirtækið hefur gert velheppnaðar auglýs- ingar um fagnið í mörgum löndum en í þessari er Coke í Argentínu og skoðar væntingarnar sem gerðar eru til landsliðsins. Girnilegt hlaðborð af klisjum en við getum ekki annað en geymt hana á bekknum. Ef það ætti einhver að taka að sér þjálfun og pepp á þessu liði þá gæti það verið Banco de Chile. Þar flytja námuverkamenn sem dvöldu fastir í sjötíu daga í námu hvatningaróð til landsliðs Síle! Þetta er hádramatískt fyrir allan peninginn í Banco de Chile og meira til og ætti að rífa upp stemmninguna í liðinu. Þrátt fyrir að ekki nái allar HM-auglýsingar sömu hæðum og Nike-auglýsingarnar þá eru velflestar auglýsingar sem við höfum séð í tengslum við HM yfir meðallagi, bæði í gæðum og skemmtanagildi. Það sannast hér enn og aftur að besta leiðin til að gera góðar auglýsingar er að fjalla um eitthvað sem er raunverulega skemmtilegt. Þetta heppast sérstaklega vel þegar þær eru teknar niður í augnhæð fólksins sem upplifir keppnina, eins og í tilfelli brasilíska rakarans og goðsagnanna hjá Visa eða hjá skóla- strákunum hjá Nike.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.