Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Blaðsíða 26
168 NÝJAR KVÖLDVÖKUR skelfingu. Þegar hann kom að grindun- um við sakamannastúkuna, reyndi hann að verja sig, en var sleginn í bakið svo hann hnje niður í stól sinn. Allir kviðdómendurhir voru í sætum sínum, þegar dyrnar á herbergi þeirra opnuðust og hinir tólf eiðsvörnu menn gengu fram. í grafarþögn gengu þeir til sætis, en 11 Sikileyingar horfðu á hin al- varlegu andlit þeirra. Larubio var náföl- ur af skelfingu. Hið einasta hljóð sem heyrðist var hið vitfirringslega nöldur í Normando. Maruffi sat kyr eins og hann hefði verið höggvinn í stein, en þrátt fyr- ir sjálfsstjórn hans, var hann þó náfölur. Blake heyrði Bernie hvísla: »Sjáðu! Þeir vita, að þeir eru dauða- dæmdir menn!« Það var steinhljóð í salnum meðan dómarinn las upp skjalið, er formaður kviðdómsins rjetti honum. Áheyrendur höfðu allir staðið upp í þegjandi eftirvæntingu og lögregluþjón- arnir færðu sig nær föngunum. Dómarinn rjetti skrifara sínum dóm- inn, sem með hárri, skýrri röddu las: »Celso Fakkri, Frank Normando, Sal- vatore di Marco, Frank Garcia, Giordano Bolla« — listinn yfir nöfn sakamannanna virtist óendanlegur — »Gaspardo Creni, Lorenco Cardoni, Cæsar Maruffi« — hann þagnaði andartak og það var eins og heil eilífð----»ekki sekir . Andartak urðu allir mállausir af undr- un, svo heyrðist reiðikurr í salnum ekki hátt, en þó allsterkt, eins og menn tryðu ekki skilningarvitum sínum. Neðan af götunni heyrðist bergmál af reiðiópum. Blake heyrði Bei'nie Dreux hlægja eins og móðursjúka konu, en formæla á milli. Hann sá einn kviðdómarann geispa og sá hann brosa framan í Cressi-drenginn. Hann sá Cæsar Maruffi snúa sjer að á- heyrendunum og leita sín. Þegar augu þeirra mættust, blossaði djöfulleg gleði upp í andliti Sikileyingsins. Svo bar höf- uð manna á milli og vinir Maruffi komu til að óska honum til hamingju með úr- slitin. Blake fann sig borinn af fólksstraumn- um, út í sólskinið. Dreux var rétt hjá honum. Ömurleg þögn hvíldi yfir öllum. Þeir höfðu verið vitni að því að rjettlætið var myrt og skelfingin hafði heltekið hjarta hvers manns. XXIV. KAFLI. Við líkneskjuna. Tveim tímum eftir að kviðdómurinn hafði birt dóm sinn, hjelt nefnd hinna 50 manna fund um um kvöldið stóð í blöð- unum: » B ö rgarafunchir ! Allir góðir borgarar eru beðnir að mæta á morgun kl. 10 við Clay-líkneskjuna, til þess að taka ákvörðun hvað gera -beri frekar í Donelly-málinu«. Áskorun þessi var undirrituð af öllum nefndarmönnunum. Sýknunardómur á- kærðu hafði vakið mikla eftirtekt, en á- skorun þessi kom öllu í bál og brand. Það var ekki um annað talað alt kvöldið. Morguninn eftir birtu blöðin grein eina sem hjet: »VAKNIÐ! »Borgarar í New-Orleans! Þegar morð buga lög og rjett, þegar kviðdómi er mút- að og glæpamenn sýknaðir, er tími til kominn að þið grípið í taumana. Hefjist handa, borgarar New-Orleans- bæjar, vaknið!« Og ennfremur: »Borg vor er orðin skjól fyrir skálka, ágætur dvalarstaður fyrir Sikileyiska morðingja, sem myrða lögreglu vora og múta dómurum vorum. Hvað lengi eigum við að þola slíkt ?« Bæjarbúar fyltust hinni mestu reiði.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.