Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Blaðsíða 33
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
175
Þeir náðu honum rjett um leið og hann
ifann drenginn og ráku þegar upp sigur-
•óp.
»Hjer er Cressi-snáðinn! Það var hann
sem gaf merkið, hann skal fá það sem
hann á skilið«.
En Norvin varði þeim leiðina og sagði:
»Þið megið ekki drepa drenginn«.
»Farðu frá, Blake«, mælti maður einn
í skipunarrómi um leið og hann spenti
upp hanann á byssunni. Norvin greip um
hlaupið og sló því til hliðar. Hann horfði
reiðilega á manninn og mælti:
»Hann er barn, sjáið þjer það ekki?
Guð minn góður! Þjer eigið sjálfir börn!«
»Jeg — jeg —« maðurinn hikaði. Það
var ?att. Fjandinn hafi hann, »Hvað
Sengur að mjer!« Hann ljet byssuna síga
og sneri sjer að hinum, sem bak við hann
voru og hrópuöu og ljetu öllum illum Iát-
um.
»Þetta er hræðilegt!« tautaði hann,
þegar hinir voru farnir. »Nú er jeg bú-
mn að fá nóg«. Hann kastaði byssunni
frá sjer með viðbjóði og lötraði burr,u.
Norvin var kyr og stóð vörð um litla
drenginn, meðan leitin að Maruffi hjelt
úfram, því hann treysti ekki þessum vit-
stola mönnum. Hann vissi því ekki að
8rkifjandi hans hafði verið handtekinn,
fyr en hann sá hann dreginn framhjá.
Cæsar hafði varist eins og hann gat og
gerði enn, en þeir höfðu sett reipi um
háls honum og tólf byssuhlaup ráku hann
ýt á götuna. Blake lokaði Gino Cressi
mni í klefanum og fylgdist með straumn-
um.
Aðaldyr fangelsisins voru opnaðar og
hópurinn þaut út í múginn með fangann.
Andartaki síðar var ráðist á Maruffi af
þúsundúm vitstola manna; barinn, hrækt
a hann og í hann sparkað. Ganga hans til
gálgans var stutt en hræðileg.
Blake stóð í dyrum fangelsisins og
"orfði á Sikileyinginn, fullur undrunar
yfir því að nokkur maður skyldi þola
þessa meðþerð.
Reipi var kostað upp í loftið, blámað-
ur einn, er sat uppi á trjágrein, lagði það
yfir digra grein og andartaki síðar var
höfðingi La Mafia dreginn upp svo að
höfuð hans og herðar bar yfir mannfjöld-
ann. Hann engdist af kvölum, en honum
tókst að ná í reipið og lyfti sjer upp.
Blake sá nokkur reykský. Líkami Maruf-
fis snerist nokkra hringi, hann slepti tak-
inu og fjell ftiður.
Norvin sneri sjer undan fullur við-
bjóðs og gekk inn í fangelsið.
XXVI. KAFLI.
I rökkrinu.
Eftir tvo daga var bærinn kominn í ró.
Þegar drápi Sikileyinganna var lokið
hafði hver farið heim til sín. Engan
hinna fanganna sakaði og enginn þeirra,
sem drepa átti, hafði sloppið undan. Allir
fundu til óljósrar ánægju, sem jafnvel
eigi minningarnar um drápin í fangels-
inu gat kæft. Menn skildu nú betur en
áður, að þetta var eina leiðin.
Blake var sennilega sá maður, sem
mest þjáðist út af þessum atburðum þótt
eigi tæki hann beinan þátt í drápunum.
Margir dagar liðu áður en hann þorði að
heimsækja Vittoriu. í fyrsta lagi hafði
hann eigi gleymt síðustu samræðu þeirra
og í öðru lagi hafði hann dálítið óhreina
samvisku gagnvart Myru Nell.
Tveim dögum eftir vígin kom Bernié
Dreux til hans til að láta hann vita, að
Myra Nell væri komin heim frá Mobile.
»Hún hefir lesið í blöðunum um þátt-
töku mína í drápunum«, sagði Bernie, en
auðvitað veit hún ekki að jeg skaut eins
og hinir. Af því hún sagði mjer, að hún
ætlaði að tala við þig í dag, fanst mjer
rjettara að vara þig við að segja ekki of
mikið«.