Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Blaðsíða 11
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
153
S í m o n D a I.
Saga eftir Anthony Hope.
III. KAPITULI.
Hljóma/)' heimsins.
Eg býst ekki við að þessar ástaraunir
mínar hafi í raun og veru fengið minna
á mig en svo margan annan, sem lengur
virðist búa að slíku. En atvikin, eins og
þau komu, beindu huga mínum í aðra átt.
Eg komst alveg óvænt inn á braut, sem
gladdi móður mína og prestinn. Hún sá
í því sem gerðist himneska forsjón, er
stefndi að því að koma fótum undir ætt-
ina aftur, og hann var ekki í vafa um, að
nú væri spádómur Betty gömlu að byrja
að rætast.
Fyrir meira en fjörutíu árum síðan
hafði föðurbróðir móður minnar sezt að
í Norwich og komið þar ullarverksmiðju
á. fót; og þar sem hann altaf stöðugt
hafði þann sannleik fyrir augum, að at-
vinna vefara væri að framleiða klæði
fyrir fólkið fremur en að hugsa fyrir
Það, þá hafði honum jafnan tekist að lifa
friðsömu lífi og að raka saman fé á at-
vinnu sinni. — Hann hafði hvorki haft
tíma né löngun til að gifta sig, og er ellin
nú færðist yfir hann fanst honum hann
vera fremur einmana, þess vegna bauðst
hann nú til að taka mig að sér og gera
mig einkaerfingja að miklum hluta eigna
sinna, ef eg sýndi að eg væri umhyggju
hans verðugur.
f^að sem hann heimtaði af mér var
enganveginn óframkvæmanlegt, en mér
engu að síður fremur óljúft. Hann setti
sem skilyrði, að eg í staðinn fyrir að leita
gæfunnar í Lundúnum, yrði að koma til
Norwich og gera honum elliárin léttbær-
aii með nærveru minni, kvaðst hann vilja
kenna mér iðn sína og jafnframt manna
siði, eins og hann komst að orði.
Það varð því úr að eg fór til Norwich
og þar dvaldi eg nærfelt þrjú ár. Eg
reyndi auðvitað að gera frænda mínum
alt til ánægju, en þess á milli reyndi eg
einnig að njóta lífsins í þessari miklu
borg, sem í raun og sannleika hefði verið
meira en íiógu stór fyrir hvern og einn,
er ekki gekk þungaður með draumórum
mínum. En sannleikurinn er sá að
draumórar og æskuþrár eru órólegir
hvílunautar, og eg verð að játa, að eg all-
an tímann, sem eg dvaldi í Norwich, var
egeins og fsraelsbörn í eyðimörkinni ;allar
hugsanir mínar snerust um hið fyrir-
heitna land, og eg hafði enga eirð. Eg
býst við, að eg geti kent þessu sálará-
standi mínu um, að eg hefi svo fáar end-
urminningar um veru mína í Norwich.
Þegar eg nú lít yfir liðna æfi, þá eru það
æfinlega árin á undan og árin sem komu
á eftir, er efst verða í huga mér.
Lausnin úr útlegðinni kom, þegar
frændi minn dó. Hann hafði auðsýnt mér
mikinn kæileika og eg tregaði dauða
hans einlæglega; og það var ekki laust
við að eg iðraðist nú þeirrar breytni
minnar við hann, að eg hafði gert honum
sorg með því að neita að taka við eignum
hans óskiftum að honum látnum gegn því
að halda atvinnurekstri hans áfram og
enda líf mitt sem verksmiðjurekandi og
klæðavefari í Norwich. Ef eg hefði gert
það, er það víst, að mér hefði auðnast að
lifa friðsamlegra og áhyggjuminna lífi
og að deyja frá meiri veraldlegum auði,
en eg nú mun gera. En samt sem áður
20