Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Blaðsíða 42
184
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Bókmentir.
Guðmundur Gíslason Haga-
lín: Guð og lukkan, sögur.
Útgefandi Þorst. M. Jóns-
son. Akureyri. 1929.
Guðmundur Gislason Hagalín er les-
endum þessa rits og mörgum öðrum að
svo góðu kunnur, að eg vona, að enginn
virði mér til hlutdrægnis, þótt eg segi á-
lit mitt afdráttarlaust og telji, að hann
standi fremstur þeirra, er nú rita smá-
söguf á íslenzka tungu. Ber í raun og
veru margt til þess; en helztu einkenni
hans eru þó þau, ,að hann hefir náð fast-
ari tökum á efnum sínum en alment ger-
ist, enda virðist hann þekkja sjálfan sig
svo vel og dæma hæfileika sína svo rétt,
að hann velur sér ekki önnur viðfangs-
efni en þau, sem hann að öllu leyti er bú-
inn að lifa sig inn í, skilur til botns og
veit, að hann getur leikið sér að; hann
hefir náð föstum og sérkennilegum stíl,
sem gerir frásagnir hans heilsteyptar og
sterkar — oft eins og meitlaðar í berg —
alt er bygt á nákvæmri athugun, svo
hugsunarháttur og málfæri hverrar per-
sónu nýtur sín til fullnustu; hann er
þróttmikill og blóðríkur og — síðast en
ekki sízt — oft frábærlega skemtilegur,
enda er frásagnarlist hans bygð á því,
sem eitt er nauðsynlegt fyrir góðan frá-
sagnara: hann nýtur sjálfur og hefir
yndi af vel sagðri sögu.
Hvergi finst mér þessi sérkenni Haga-
líns hafa komið eins jafn vel fram og í
þessum þrem sögum, sem nú eru nýút-
komnar.
Fyrsta sagan, sem gefur bókinni nafn,
er tvímælalaust einhver allra bezta — ef
ekki sú allra bezta — saga, sem hann hef-
ir ritað. Hún er tvent í einu, góðlátleg,
en þó mein-fyndin og skemtileg. Hún er
svo fast bygð og hnitmiðuð, að þar má
engu bæta við, ekkert fella úr — manni
verður ósjálfrátt að hafa engan minni
háttar en Knut Hamsun í huga, þegar
maður les hana. — Aðalpersónan, Gunn-
ar á Máfabergi, sem baslar í ættgengri
fátækt og hleður niður ómegð, treystandi
guði og lukkunni, verður ógleymanlegur
í bókmentum vorum. Einfeldni hans er
svo dásamleg og upprunaleg, að meira að
segja hreppsnefndaroddviti, samvizku-
samur og síhugsandi um »almennings-
heillina«, eins og sönn sveitarforsjón,
verður að láta undan síga — hvað þá al-
mennur lesandi!
Næsta sagan, »Einstæðingar«, er lík
þeirri fyrri að því leyti, sem höfundur-
inn altaf hefir augað opið fyrir kýmni
þeiri'i, er .eftir atvikum getur verið byrst
eða góðlátleg, og sem oft felst bak við
sorgarleik lífsins. — Sumum mun ef til
vill geta fundist sagan óþarflega marg-
orð á köflum, en það er þó hvergi svo,
að höfundurinn lini á tökunum, og í raun
og veru er veslings krypplingssál Lauf-
eyjar sérstæð og eftirtektarverð, og sem
persóna gefur hún ef til vill Gunnari á
Máfabergi ekkert eftir. Ástaræfintýri
hennar, sem ekki er neitt ástaræfintýri,
og hin elskulega sjálfsblekking,’sem læt-
ur hana telja sjálfri sér trú um, að elsk-
huginn ímyndaði hafi látið lífið hennar
vegna og ekki vegna »bankóseðlanna«,
sem hann vissi í höndum hennar, þegar
hann gerði tilraun til að »bjarga því, sem
honum þótti vænst um« — þetta tvent
gerir hana svo ríka, að hún getur miðlað
öllum, sem hún mætir.... Hér er brugðið
upp mynd, sem lætur lesandann sjá inn
í djúp sálarlífs þessarar einmana veru —