Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Blaðsíða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Blaðsíða 44
186 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Þá verður og í þessum mánuði byrjað að gefa út úrval úr hinu mikla þjóð- sagnasafni Odds Björnssonar. Oddur hefir safnað þjöðsögum í meir en hálfan þriðja tug ára. Nokkru eftir að hann hóf þjóðsagnasöfnun sína, gaf hann út »Þjóðtrú og þjóðsagnir«, sem síra Jónas Jónasson bjó undir prentun. En þá var úr litlu að velja á móts við það, sem nú er. Oddur hefir fengið smærri og stærri söfn frá ýmsum mönnum víðsvegar um alt land. Einna merkust og fyrirferðar- mest eru söfn þeirra Þorsteins Þorkels- sonar á Syðra-Hvarfi og Baldvins Jóna- tanssonar á Auðbrekku við Húsavík. i hinu óprentaða safni Odds eru margar sögur á við allra beztu þjóðsögur, er áð- ur hafa út komið. Jónas læknir Rafnar býr sögurnar undir prentun. Ráðgert er að gefa þær út í heftum, er hvert verði sjálfstæð bók út af fyrir sig. Af bókum, sem N.-Kv. er kunnugt um að eru í prentun, má enn nefna Ellefu sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns. Ennfremur hefir N.-Kv. verið send þýdd smásaga, sem óhætt er að mæla með við lesendur, er hún eftir æfintýraskáld- ið heimsfræga, sem mestar ástsældir hef- ir hlotið allra höfunda, H. C. Andersen, er það eitt ærið nóg til að mæla með henni. Hún heitir á íslenzku: »Saga frá Sandhólsbygðinnk. — Þýðingin er höf. samboðin, því hún er eftir Steingrím Thorsteinsson. Höfuðborgir. 57. Kabul. Höfuðborg í Afganistan og þar situr emírinn (æðsti stjórnandi). Hefir hún í kringum 60.000 íbúa, en með vissu er ekki hægt að segja það, því að manntal er ekki tekið þar. Rennur fljótið Kabul þar hjá og stendur borgin á frjósamri sljettu, þar sem umferð er mikil og kaupmanna- lestir mætast. 58 Mekka. Fram að árinu 1916 heyrði Mekka undir yfir- stjórn Tyrkja. Var henni stjórnað af stórsherif (stór-skírisdómara), sem kosinn var af hefðar- fólkinu, sem heldur því fram, að það sje af- komendur frá Fatimu, dóttur Múhameðs. Þegar stórsherifinn Hussein hóf uppreistina gegn Tyrkjum 1916 og sameinaðist Englendingum, var hann með friðarsamningnum í Versölum gerður að konungi yfir Hedjaz (Arabiu) og Mekka varð höfuðborg í hinu nýja ríki. Eins og stendur eru það þó Wahabittarnir, setn ráða í Mekka og er búið að flæma Hussein konung burtu. Mekka er fæðingarstaður Múhameðs og þess vegna helgasti staður Múhameðsmanna. í miðri borginni stendur hið stóra bænahús og hjá því er »Kaabaen«, hinn helgi steinn, sem allir pílagrímar eiga að kyssa. Mönnum telst svo til, að íbúar Mekka sjeu alt að 60.000, en þegar hinar stóru pílagrímsferðir standa yfir, getur íbúatala borgarinnar orðið upp undir eða yfir 200.000. Af þessum pílagrímsferðum og svo kaupmannalestum er það, sem íbúarnir lifa. 59. San Salvador. Hún er höfuðborg í samnefndu lýðveldi í Mið- Ameríku og hefir 60.000 íbúa.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.