Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Blaðsíða 29
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 171
limi frá sameiginlegri hættu. Hverju vilj-
ið þið svara?«
Hróp og ólæti urðu er hann hætti ræð-
unni og annar maður fjekk orðið. Meðan
hann talaði ljet múgurinn greinilegar og
greinilegar álit sitt í ljósi. Hver setning
er hann sagði jók á reiðina það fór meira
að segja að koma hreifing á þá sem næst-
ir voru fangelsinu; vantaði nú eigi ann-
að en ákveðinn foringja.
Blake hafði verið kosinn til að halda
þriðju ræðuna en á meðan hann var að
brjóta sjer braut gegnum þyrpinguna
hljóp annar maður upp á fótstallinn. Það
var Bernie Dreux, en gerólíkur þeim, sem
hinir forviða vinir hans þóttust áður
hafa þekt. Hann var fölur og skalf, en
augun gneistuðu af þeim eldi, sem fjekk
áheyrendur hans til að þegja.
Við hina stóru líkneskju virtist hann
enn pervisalegri en ella, en yfir honum
var þó einhver virðingarblær sem hafði
áhrif. Andartak stóð hann þegjandi og
horfði á mannsöfnuðinn og hóf svo máls.
Rödd hans var skýr — náði til þeirra sem
ystir stóðu — og hafði áhrif eins og olía
á eld. Blóð forfeðra hans var loks vakið
til lífs í honum, gamli Dreux hershöfð-
ingi, maðurinn úr eldi og járni, talaði nú
gegnum munn sonar síns.
»Borgarar New Orleans« hrópaði
hann, »jeg er hvorki að seilast eftir heiðri
eða æru, jeg er ekki nefndarmaður, en al-
mennur borgari. Látið mig því tala fyrir
yðar hönd, látið mig birta svar yðar. 50
heiðarlegustu samborgurum voium
var falið að draga morðingja Donellys
fyrir lög og dóm. Þeir báðu okkur að bíða
°g treysta lögunum. Við biðum og lögin
sviku. Nú kemur nefndin aftur til okkar
°g viðurkennir, að hún geti ek ert gert.
Hún leggur málið í hendur okkav og bið-
ur um úrskurð. Látið mig lýsa því yfir,
að rjettlætið verður að sigra! Dan Donel-
l.Vs verður að hefna í dag!«
Hrópin, sem gollið höfðu við eftir fyrri
ræðurnar, voru sem ekkert móti þeim
látum er nú hófust. Þegar hávaðinn
þagnaði að nýju hjelt hann áfram:
»Nú er tími framkvæmdanna kominn,
en ekki annað. Nefnd vor spyr hvort 'við
sjeum reiðubúnir til þess að fullnægja
rjettlætinu og taka alt á samvisku vor.a
og jeg svara: Já! Blackmar á að vera
foringinn og hr. Hade, sá er næstur tai-
aði, aðstoðarforingi. Vopnist herrar mín-
ir og Guð miskunni sálum hinna ellefu
morðingja«.
Hann stökk niður og múgurinn lagði
af stað eins og her í sókn. Við hvert götu-
horn óx fjöldinn; hundruð manna, sem
ekki hafði dreymt um þátttöku, voru rifn-
ir með og gengu æpandi til fangelsisins.
Aðeins hinir vopnuðu menn gengu hljóðir
og alvarlegir í miðri fólksþrönginni.
XXV. KAFLI.
Tími hefndarínnar.
Á veggsvölum nokkrum rjett hjá fang-
elsinu stóðu hinar tvær ungu stúlkur frá
Sikiley. Andspænis þeim var hin gamla,
stóra, ömurlega bygging með járnrimlum
fyrir gluggum og járnslegnum dyrum, og
geymdi hún landa þeirra.
»Hvað er framorðið?« Oliveta hafði
endurtekið spurninguna margoft.
»Hún er farin að ganga ellefu«.
»Enn heyiá jeg ekki neitt. En þú?«
»Nei, ekkert«.
»Við hlytum að geta heyrt eitthvað, ef
þeir hættu þessu barsmíði þarna fyrir
handan. Þeir ætla að byggja strætisvígi«.
Oliveta greip skjálfandi höndum um
grindurnar. »Madonna mia! Jeg er að
deyja! Heldurðu að Signore Blake geri þá
bón þína, að aftra þeim frá þessu?«
»Jeg er hrædd um, að hann geri það
ekki«, mælti Vittoria hljóðlega.
22*