Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Blaðsíða 16
158
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
»Láttu mig samt vita, þegar þú kemur til
borgarinnar, Símon — og líklega verður
þess nú ekki langt að bíða — þú getur
komið til mín í hús mitt við Southampton
Square. Eg gizka á að lafði minni muni
líka þykja gaman að sjá þig«. Eg þakk-
aði honum fyrir vinsemd hans, en andlit
mitt var stöðugt þungbúið. Mér fanst eg
geta ráðið af orðum hans, að hann áliti
að eitthvað óhreint lægi á bak við þann
heiður, sem mér hafði hlotnast.
»Eg veit ekki hvað eg á að gera við
þetta!« hrópaði eg. Hann leit við með
annan fótinn á vagnskörinni og horfði
alvarlega á mig. »Áttu engan að í Lun-
dúnum annan en mig — engan vin, Sí-
mon?« Augnaráð hans var svo rannsak-
andi, að eg fann hversu eg roðnaði. Eg
reyndi þó að ná valdi yfir mér eins vel
og eg gat og svaraði: »Vin, sem gæti
gert mig að liðsforingja í lífverði kon-
ungs, lávarður minn?« eg hló við háðs-
lega. Lávarðurinn ypti öxlum og stökk
upp í vagninn. Eg lokaði dyrunum á eftir
honum, en glugginn var opinn og eg stóð
og beið eftir svari hans. Hann laut áfram
og kallaði til þjónsins: »Af stað, af stað!«
»Hvað haldið þér annars, lávarður
minn?« hrópaði eg. Hann brosti við og
þagði. Vagninn byrjaði að hreyfast. Eg
varð að ganga með, til þess að geta hald-
ið mér við gluggann — bráðlega varð eg
að hlaupa. — »Lávarður minn«, hrópaði
eg — »hvernig ætti hún að geta. . ?« Lá-
varðurinn tók upp tóbaksdósirnar sínar
og opnaði þær. »Nei, eg get ekki sagt
hvernig«, sagði hann með hægð og tók í
nefið. »Lávarður minn«, hrópaði eg aft-
ur og hljóp nú eins og fætur toguðu —
»vitið þér hver Cydaria er?« Lávarðurinn
horfði gaumgæfilega á mig, þar sem eg
nljóp lafmóður. Bráðlega hlaut eg að gef-
ast upp og dragast aftur úr, því hestarn-
ir voru fjörugir. Það var eins og hann
hefði beðið eftir því augnabliki, áður en
hann svaraði, því þá veifaði hann hend-
inni út um gluggann og kallaði: »Það
veit öll Lundúnaborg!« Þar skildi með
okkur. Hann lokaði glugganum og eg
s+óð eftir másandi og blásandi á vegin-
um.
Eg var bæði hissa og sáróánægður, því
hann hafði ekkert sagt mér af öllu því,
s.-m mig langaði til að vita, og það, sem
hann hafði sagt, var nóg til þess að æsa
forvitni mína og gera hana óbærilega. —
Og ef það væri nú satt, að þessi leyndar-
dómsfulla kvenvera, sem öll Lundúna-
borg þekti, hefði munað eftir Símoni
Dal! Blóð sjötugs öldungs hefði getað
hitnað við slíka hugsun — og tuttugu og
tveggja ára unglingur hlaut að verða
hálfgalinn í henni. —
Þó undarlegt sé, þá fanst prestinum
ekkert ólíklegt, að það væri einmitt Cy-
daria, sem eg ætti upphefð mína að
þakka, og- honum féll sú hugsun auðsjá-
anlega miklu betur í geð, en að það blátt
áfram hefði verið lávarðurinn. Þetta var
á einhvern hátt leyndardómsfyllra og
átti betur við spádóminn. Við ræddum
þetta og komum með ýmsar getgátur, og
okkur kom saman um, að hún hlyti að
vera af afar háum stigum, úr þv; að hún
gat ráðið, hverjir yrðu liðsforingjar í
lífverði ’sjálfs konungsins. En hann gaf
ótvírætt i skyn, að þetta væri aðeins
fyrsta sporið á frægðarbraut minni, en
bráðlega mundi allur spádómur Betty
gömlu rætast. Þannig leið kveldið fyrir
okkur og óróleiki minn hvarf. Eg var nú
ákafur eftir að komast af stað sem allra
fyrst. Mér fanst nú að hin miklu örlög
stæðu fyrir dyrum og biðu mín, en mest
af öllu langaði mig til að vita, hver hún
væri, sem við höfðum nefnt Cydariu,
konan, sem öll Lundúnaborg þekti.
En alt í einu varð presturinn angur-
vær; skilnaðarstundin nálgaðist, og eg
stóð á fætur til að kveðja. »Símon«, mælti