Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Blaðsíða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Blaðsíða 30
) 172 j NÝJAR KVÖLDVÖKUR »Hann getui- gert meira til þess en nokkur annar; þeir mundu hlusta á haun. Ef að Cæsar slyppi! Jeg skammast mín fyrir að hafa elskað slíkan mann, en á hinn bóginn er það hræðilegt, að hann skuli verða drepinn einsog rotta í gildru. Jeg bið, en jeg veit varla hvað jeg bið um — hugsanir mínar þjóta gegnum höfuð mjer í hrærigraut. Heyrir þú nokk- uð inni frá bænum?« »Nei, nei«. »Það var andartaks þögn«. »Þessi strætisvígi munu aftra þeim frá að komast inn, enda þótt vinur vor aftri þeim ekki. »Jeg heyrði nokkur skot. Það er hræði- legt þegar menn verða að villudýrum«. »Það er orðið framorðið«, mælti Oli- veta. Aftur varð nokkur þögn og hlustuðu þær með athygli til þess að vita hvað gerðist við líkneskjuna. Á veggsvölum einum sátu tvær feitar frúr og blöðruðu saman og barn eitt ljek sjer niðri á göt- unni og skellihló. »Cæsar er lævís«, hrópaði Oliveta. Honum ná þeir ekki auðveldlega. Hann er líka hugrakkur. ó, Guð minn, hversu jeg elskaði hann, og hvernig jeg hefi hat- að hann!« Síðan hann hafði verið hand- tekinn hafði hún þjáðst til skiftis af 'brennandi hefndarþorsta og nístandi hræðslu við svik sín gegn þeim manni, er hún hafði elskað af heilum hug. »Þú getur þó ekki elskað hann ennþá?« »Nei, jeg fyrirlít hann og ef hann sleppur, mun hann vafalaust drepa mig. Og þó óska jeg næstum því að svo fari«. Hún fór að tauta við sjálfa sig. »Sjáðu!« hrópaði hún svo alt í einu. Hvað er þetta?« Vagn einn kom á harða ferð. Hann staðnæmdist fyrir framan dyr fangelsis- ins og maður einn stökk út og fór að berja á dyrnar til þess að komast inn. Einhver talaði við hann gegnum op í dyr- unum. »Hvað segir hann?« »Jeg heyri það ekki. Ef til vill kemur hann til þess að segja að ekki sje — heil- aga Guðs móðir! Heyrðu!« Innan úr miðbænum heyrðist óljós suða. »Það er vagnskrölt í nærliggjandi götu«, mælti Oliveta. Hávaðinn hætti. Ungu stúlkumar biðu í eftirvæntingu. Nú heyrðist hljóðið aft- ur. Það var ekki um að villast. Það smá- skýrðist þar til greina mátti mannamál og heyi-a húrrahróp. Nær og nær barst hljóðið. Nokkrir hlaupandi menn komu fyrir horn eitt. ökumaðurinn leit um öxl og sló í klárana. Gatan neðan við ungu stúlkurnar var hálffull af mönnum og bergmálaði af fótataki þeirra og tali; úr öllum áttum streymdu íbúar New Orleans að fangels- inu. »Sjerðu! Þeir eru vopnaðirk Fingur Olivetu gripu um úlflið systurinnar. »Svo sáu þær hina þögulu vopnuðu menn, sem gengu saman fjórir og fjðrir. Múgurinn rýmdi fyrir þeim með húrra- hrópum og hávaða. Svo virtist sem þeir vissu um ábyrgð sína. Þeir gengu alveg undir veggsvölunum og í broddi fylking- ar gekk Norvin Blake og Bernie Dreux, ásamt tveim ókunnugum mönnum. Vitt- oria horfði óttaslegin á þetta og þótt hún hrópaði fullum hálsi, heyrði hún ekki til sín í hávaðanum. Oliveta lafði í henni hálfsturluð af hræðslu. Hinir vopnuðu menn gengu að aðal- innganginum og einn þeirra barði á hurðina með skammbyssu sinni. Múgur- inn, sem óttaðist, að skotið yrði innan frá þokaði sjer undan. Eftir skipun eins foringjanna, mynd- aði hluti liðsins hálfhring um fangelsið, en aðalliðið hjelt áfram árásum sínum á

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.