Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Blaðsíða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Blaðsíða 27
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 169 Margherita Sinini beið við skrifstofu- dyr Blake, er hann kom um morguninn, eftir andvökunótt. Hún hjelt einu morg- unblaðinu í skjálfandi höndunum og spurði: »Hvað þýðir þetta?« »Það, að við erum ekki lengur á Sikil- ey«, svaraði hann. »Ætlið þið ykkur að drepa þessa menn?« »Jeg er hræddur um að svo fari. Al- menningur verði látinn dæma málið«. »En kviðdómurinn hefir sýknað þá!« sagði hún óttaslegin. »Kviðdómurinn!« Hann hló gremju- lega.« Ertu á sama máli og hann?« »Jeg held auðvitað að þeir sjeu sekir! En þetta — þetta æðisgengna hefndar- hróp — það er gegn sannfæringu minni og trú. Kæri vinur, getur þú ekki hindrað þetta? Taktu að minsta kosti engan þátt í því — mín vegna!« Hann leit harðneskjulega á hana. »Jeg skyldi með gleði láta líf mitt fyr- ir þig«, sagði hann, »en þeir atburðir geta gerstílífi manna, að maður eigi ekki kost á að velja. Úrskurður kviðdómsins gerir mig að meinsærismanni, en það er minst um vert. Jeg hefi haft áhyggjur út af þessu, jeg hefi spurt samvisku mína ráða og er kominn að þeirri niðurstöðu, að þetta sje eina leiðin. Jeg væri hræsn- ari, segði jeg annað. Máske skjátlast mJ er, en jeg verð að vera sjálfum mjer trúr«. »Við vitum ekki nema hluta af sann- ieikanum«, hjelt hún áfram. »Þú sást að- ems 3 menn — hina sástu ekki«. Þeir sáust af mönnum, sem eru jafn sannorðir og jeg«. Hún neri hendur sínar. »En heyrðu! Sekir eða saklausir, þeir hafa mætt fyrir rjetti og lögin hafa sýkn- að þá. Þú eggjar fólkið á glæpaverk. Tvö illverk geta aldrei orðið að einu góðverki. Þeir hafa drepið einn mann en nú viljið þið drepa 11«. »Almenningur tekur ákvörðunina — hann hefir sjeð helgustu stofnun sína troðna undir fótum. Ef jeg hefði vald til að hindra borgara New Orleans í að gera það sem jeg held, að þeir hafi í hyggju, efast jeg um að jeg mundi nota það, því það er bersýnilegt að La Mafia verður að útrýma. Heill bæjarins, öryggi borgar- anna krefst þess«. Hann horfði forvitnis- legaáhana og spurði: »Hugsaðu þér hvað það þýddi fyrir ykkur Olivetu ef Maruffi yrði slept lausum?« »Við erum undir handleiðslu Guðs!« »Aðeins kraftaverk eitt megnaði að frelsa ykkur. Cæsar sækist einnig eftir mínu lífi, það sögðu augu hans þegar kviðdómurinn hafði Ijettt óttanum af hans svörtu sál«. »Svo!« hrópaði unga stúlkan, »þú ert hræddur við hann. Þessvegna rærðu að því öllum árum, að hann verði drepinn. Þú æsir múginn og vini þína og lætur þá svo drepa óvin þinn«. Hann fölnaði undir ásökunum hennar. »Síðastliðin 5 ár hefi jeg reynt að vera maður«, mælti hann stillilega, »en mjer hefir aldrei tekist það fyr en í gærkvöldi. Þegar jeg skrifaði undir ávarpið, fann jeg að það var dauðadómur Maruffis, sem jeg undirskrifaði. Jeg hikaði andar- tak, en jeg slepti öllum hugsunum um sjálfan mig og nú er jeg reiðubúinn til að hlusta á þessa ásökun. Jeg bjóst við henni. — Allir — vinir mínir og kunn- ingjar — vita, að líf mitt er komið undir dauða Maruffis, dæi hann fyrir hendi múgsins í dag, verð jeg kallaður lydda. Menn munu segja að jeg hafi kveikt reiði almennings til þess að frelsa sjálfan mig. Samt sem áður var jeg kosinn formaður þessarar nefndar og jeg hefi farið í öllu 22

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.