Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Page 12

Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Page 12
10 2. SKÝRSLUGERÐ UM HÚSBYGGINGAR. í þessum kafla verður rakin þróun skýrslugerðar um húsbyggingar. Þá verður fjallað um þær heimildir sem notaðar hafa verið og þær vinnuaðferðir sem beitt hefur verið. Að lokum verður vikið að þeim breytingum á tilhögun skýrslugerðarinnar sem fyrirhugaðar eru. 2.1 Söguleg þróun skýrslugerðar um húsbyggingar. Segja má að skýrslugerð um húsbyggingar hér á landi hafi verið með þrennum hætti. í fyrsta lagi hefur Hagstofa íslands safnað upplýsingum um íbúðarhúsakost landsmanna tíunda hvert ár í því skyni að gefa almennar upplýsingar um eðli hans. í öðru lagi hefur Þjóðhagsstofnun og fyrirrennarar hennar safnað upplýsingum um árlega nýsmíði og viðbót á bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði, í þeim tilgangi m.a. að fá fram árlega fjármunamyndun í húsnæði. Og í þriðja lagi hefur Fasteignamat ríkisins haldið skrá um allar fasteignir í landinu, þar sem fram koma upplýsingar um eiginleika eignanna, rétt til þeirra og matsverð þeirra. En upplýsingar þessar eru notaðar meðal annars til skattlagningar. Hér að neðan verður einungis vikið að skýrslugerð Hagstofunnar og Þjóðhagsstofnunar og fyrirrennara hennar. 2.1.1 Húsnæðisskýrslur Hagstofu íslands. Við aðalmanntöl, sem Hagstofa íslands tók á tíu ára fresti frá 1910 til 1960 var, auk upplýsinga um fólkið sjálft, safnað vitneskju um húsnæði þess. Niðurstöður þeirrar skýrslusöfnunar fyrir 1910 voru birtar í Landshagsskýrslum 1912, og fyrir 1920 í hagskýrsluheftinu um manntalið það ár. Hins vegar voru niðurstöður húsnæðisupplýsinga 1930 og 1940 ekki birtar á prenti á sínum tíma. En í Húsnæðisskýrslum 1950 voru síðan birtar ýmsar samanburðartölur úr húsnæðisskýrslum hvers áratugar aftur til 1910. í húsnæðisskýrslum Hagstofunnar er m.a. að finna ýmsar upplýsinar um íbúðarhús eftir tegundum byggingarefnis, eftir aldri, hæð, notkun og tölu íbúða í hverju húsi o.fl. Þar var einnig að finna ýmsar upplýsingar um stærð íbúða og tölu íbúa í þeim. Yfirleitt var skiptingin eftir landssvæðum ítarleg og tölur birtar um kaupstaði, kauptún og sýslur. í töflum 7.3-7.4 í töfluhluta þessarar skýrslu eru birtar ýmsar niðurstöður úr húsnæðisskýrslum Hagstofunnar. Einkum er leitast við að sýna tölur sem hafa almennt gildi í samanburði við meginefni skýrslunnar. Þessar tölur ná til ársins 1960. Manntal var hins vegar ekki tekið á árinu 1970, og eru því ekki til sambærilegar upplýsingar um húsakostinn á þeim tíma. Hins vegar var manntal tekið í ársbyrjun 1981 en þar eð úrvinnslu þess er enn ekki lokið er þess ekki kostur að birta neinar samanburðartölur úr því. Húsnæðisskýrslur Hagstofunnar eru í ýmsum atriðum verulega frábrugðnar skýrslugerð Þjóðhagsstofnunar og fyrirrennara hennar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986
https://timarit.is/publication/1000

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.