Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Side 18
16
byggingarkostnaðar eftir byggingarstigum, sem þar kemur fram.
Framangreindum hlutföllum hefur örlítið verið hnikað til síðustu
árin. Þannig er byggingarstigið "ófullgert en í notkun" nú talið 75%
af fullgerðu en var lengst af talið 70%. Gert er ráð fyrir því að þessi
liður hækki á upp í 82% af fullgerðu. Þessi breyting er rökstudd með
því að löngum var sá háttur hafður á að fólk flutti í íbúðir sínar
löngu áður en þær voru fullgerðar, hvort heldur þegar fólk annaðist
byggingu húsanna sjálft eða keypti íbúðir sínar "tilbúnar undir
tréverk". Á þessu hefir orðið veruleg breyting í seinni tíð.
Að þessu loknu er næsta skref að umreikna framkvæmdir ársins
til verðs þannig að mat fáist á fjármunamynduninni ár hvert. En um
þann þátt verður fjallað í næstu grein hér á eftir.
2.2.2 Verðlagning bygginga.
Þegar tölur um framkvæmdir í rúmmetrum liggja fyrir er næst að
umreikna þær til verðs til þess að fá mat á fjármunamynduninni í
fjárhæðum. Allt frá upphafi þessarar skýrslugerðar hefur þeirri
aðferð verið fylgt að leggja vísitölu byggingarkostnaðar til
grundvallar. Það hefur lengst af verið gert með þeim hætti, að
byggingarkostnaður vísitöluhúss, sem notaður var til útreiknings á
vísitölu byggingarkostnaðar í Reykjavík, hefur verið notaður til
viðmiðunar, en aðrar íbúðarhúsabyggingar hafa verið metnar til
ákveðins hundraðshluta af þeim kostnaði. Sá hundraðshluti, sem
notaður hefur verið á hinum ýmsu tímum, hefur verið dálítið
breytilegur, en nú síðustu árin hefur þeirri reglu verið fylgt að
fábýlishús á höfuðborgarsvæðinu hafa verið metin 25% dýrari á
hvern rúmmetra en fjölbýlishús. Vísitala einbýlishúsa sýnir hins
vegar enn meiri mun eða 35-40%.
Rúmmetraverð alls íbúðarhúsnæðis í kaupstöðum utan
Reykjavíkur er talið vera það sama og á fjölbýlishúsum í Reykjavík.
Aftur á móti er rúmmetraverðið í kauptúnum og sveitum talið 90%
af því verði.
Við verðlagningu atvinnuhúsnæðis er gjarna fylgt vísitölu
byggingarkostnaðar. Hinar ýmsu tegundir atvinnubygginga hafa verið
metnar til ákveðins hundraðshluta af rúmmetraverði vísitöluhússins.
Auk þess hefur verið tekið mið af byggingarkostnaði iðnaðarhúss,
sem reiknaður hefur verið út allt frá árinu 1978. Þá er einnig byggt
á upplýsingum beint frá framkvæmdaaðilum. Svo er t.a.m. um
virkjanaframkvæmdir og byggingarframkvæmdir hins opinbera að
verulegu leyti. Sama á við um ýmsar stórframkvæmdir hverju sinni.
Þar er leitast við að fá beinar kostnaðartölur frá framkvæmdaaðilum
fremur en að styðjast við vísitölu byggingarkostnaðar.
Vissulega má efast um ágæti þess að nota vísitölu
byggingarkostnaðar í eins ríkum mæli og gert hefur verið við
verðlagningu bygginga. Þótt vísitalan sé vafalítið ágætur mælikvarði
til síns venjulega brúks, þ.e. að meta verðbreytingar frá einum tíma
til annars, er engan veginn gefið að byggingarkostnaður á rúmmetra
sé að jafnaði sá sami og vísitalan gefur til kynna. Hér getur margt
i