Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Síða 22

Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Síða 22
20 2.4 Breytingar á tilhögun skýrslugerðarinnar. Hér að framan hefur nú verið lýst þeirri tilhögun á skýrslugerð um húsbyggingar, sem fylgt hefur verið um langt árabil. Öllum sem til þekkja er ljóst að einfalda mætti þessa skýrslugerð til muna, því margt af þeim upplýsingum sem Þjóðhagsstofnun safnar nú frá byggingarfulltrúum væri unnt að fá frá Fasteignamati ríkisins, sem einnig fær frumgögn sín frá byggingarfulltrúum. í því skyni að einfalda og samræma þessa skýrslugerð var í mars 1986 undirritað samkomulag um samstarf milli Þjóðhagsstofnunar, Fasteignamats ríkisins og Húsnæðisstofnunar ríkisins. í því samkomulagi felst ákveðin viljayfirlýsing aðila um miðlun upplýsinga í því skyni að koma í veg fyrir tvíverknað. Samkvæmt samkomulaginu er að því stefnt að söfnun frumgagna færist alfarið til Fasteignamatsins og að aðilar samkomulagsins muni framvegis standa sameiginlega að útgáfu tölfræðilegra upplýsinga um fasteignir og húsnæðismál. Hins vegar er ljóst að hjá því verður ekki komist að Fasteignamatið geri nokkrar breytingar á skýrslusöfnun sinni ef hún á að fullnægja þörfum Þjóðhagsstofnunar. í stuttu máli má segja að veigamesta breytingin sé sú, að Fasteignamatið yrði að skrá fasteignir jafnskjótt og teikningar hafa verið samþykktar og byggingarleyfi veitt, en ekki aðeins þegar eignin er fokheld eins og aðalreglan er nú. Byggingarstig hverrar fasteignar yrði síðan uppfært eftir því sem framkvæmdum miðaði. Þannig þyrfti að fylgjast með byggingarsögu fasteignar, ef svo mætti segja, eins og Þjóðhagsstofnun hefur raunar gert, með því að fá frá byggingarfulltrúum árlega upplýsingar um framkvæmdir við einstakar fasteignir. Þessi tilhögun á upplýsingasöfnun Fasteignamatsins frá sveitarfélögunum er raunar þegar komin á hjá sumum sveitarfélögum, eins og t.d. Reykjavík, en af öðru tilefni. Þarfir einstakra sveitarfélaga og óskir um betri hagskýrslur fara því saman. Hér er einnig vert að benda á eitt atriði til viðbótar. Ef vel tekst til við upplýsingasöfnun Fasteignamats ríkisins eftir byggingarstigum, er kominn grundvöllur til mun nákvæmari verðlagningar en nú er á fullgerðu húsnæði og húsnæði í smíðum og þar með á framkvæmdum hvers árs. Ástæðan er sú að við umreikning framkvæmda til verðs miðar Þjóðhagsstofnun nú við meðalverð á rúmmetra samkvæmt byggingarvísitölu og ákveðin hlutföll af því verði, eins og lýst hefur verið hér að framan. Þessi aðferð hlýtur að leiða til nokkurrar ónákvæmni. En með því að verðleggja sérstaklega einstaka byggingarhluta, eins og gögn Fasteignamatsins munu gefa tilefni til, ætti verðlagningin hins vegar að nálgast byggingarkostnað á hverjum tíma, eins og raunar er stefnt að. *
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986
https://timarit.is/publication/1000

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.