Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Page 33

Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Page 33
31 (d) Raunvextir (eða misgengi milli lánsfjár og fastafjár). Hér á eftir verður fjallað um hverja hagstærð fyrir sig. (a) Fólksfjölgun. Sú staðreynd að fólksfjölgun er ekki jöfn og stöðug, eða m.ö.o. að aldursárgangar eru misstórir, á sinn þátt í sveiflum í heildareftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. En fleira mætti nefna í þessu samhengi. í fyrsta lagi tíðarandann eða "þjóðarsálina". Frá einum tíma til annars getur áhuginn á íbúðarhúsnæði almennt verið breytilegur. í öðru lagi geta orðið breytingar á meðalfjölskyldustærð til lengri tíma litið, og það getur haft í för með sér breytingar á eftirspurn; t.d. þannig að þörf verði fyrir minni og fleiri íbúðir. í þriðja lagi geta orðið breytingar á búsetu með þeim afleiðingum að eftirspurnin vex á sumum stöðum en dregst saman á öðrum. í fjórða og síðasta lagi geta lóðaúthlutanir á viðkomandi stöðum sett byggingarframkvæmdum takmörk. (b) Þjóðartekjur. Þjóðartekjur hér á landi ráðast mjög af því hvernig árar í sjávarútvegi, þ.e. hvort vel fiskast og hvort útflutningsverðlag er hátt. Sú staðreynd að afkoma í sjávarútvegi sveiflast mjög vegna ytri skilyrða hefur í för með sér að þjóðartekjur gera það einnig. Þessi breytileiki á þjóðartekjum hefur líklega mikil áhrif á eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, og þá þannig að hærri þjóðartekjur ýta undir meiri eftirspurn og öfugt. (c) Lánamöguleikar. Eins og fram kom hér á undan hafa Byggingarsjóðir ríkisins, ásamt lífeyrissjóðunum, gegnt veigamiklu hlutverki í fjármögnun eftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði. Hér skiptir því máli sú lánsfjárhæð sem þessir sjóðir hafa til ráðstöfunar og hvernig sú fjárhæð hefur þróast að raungildi á liðnum árum. Hið opinbera mótar stefnu Byggingarsjóðanna, og getur því haft veigamikil áhrif á heildareftirspurnina með því að ákveða þá fjárhæð sem þessir sjóðir hafa til ráðstöfunar. Miklar breytingar milli ára á raungildi þessara fjárhæða geta valdið verulegum sveiflum í heildareftirspurninni eftir íbúðarhúsnæði í landinu. Þá er vert að nefna í þessu samhengi, að hið opinbera getur einnig haft verulega áhrif á samsetningu heildareftirspurnarinnar með ýmsum skilyrðum I ráðstöfun lánsfjármagnsins. Varðandi lífeyrissjóðina, þá er framlag til þeirra háð atvinnutekjum í landinu eða þjóðartekjum, og vex því í samræmi við það. Sama gildir því um það lánsfjármagn sem þeir hafa til ráðstöfunar. Ekki er því að búast við miklum breytingum milli ára. Þó hefur orðið veruleg kerfisbreyting nýverið, þar sem stór hluti af ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna rennur nú til fjármögnunar á lánastarfsemi Byggingarsjóða ríkisins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986
https://timarit.is/publication/1000

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.