Búskapur hins opinbera 1993-1994 - 01.03.1995, Blaðsíða 14
takmarkast hún við A-hluta ríkissjóðs, almannatryggingar og sveitarsjóði. í þessu felst
að opinber atvinnustarfsemi, sem fjármögnuð er að mestu með sölu á vöru og
þjónustu, er ekki talin til hins opinbera samkvæmt hinni hefðbundnu skilgreiningu,
heldur til hlutaðeigandi atvinnugreinar í framleiðsluuppgjöri þjóðhagsreikninga.
Eftirfarandi mynd sýnir fjárstreymið milli opinberra aðila og annarra aðila
hagkerfísins, og hefur þá innbyrðis fjárstreymi milli opinberra aðila verið fellt niður.
Af myndinni má ráða að um 36% af landsframleiðslunni fer til hins opinbera í formi
skatta og annarra tekna. Utgjöld hins opinbera nema hins vegar um 40V2% af
landsframleiðslu og skiptast þau þannig að um þrír fímmtu hlutar fara til kaupa á vöru
og þjónustu, um tíundi hluti til vaxtagreiðslna og tæplega tveir fímmtu hlutar til
tilfærslna til fyrirtækja og heimila.
Hið opinbera 1993
Útgjöld (1)
165.967
Tekjur 40,3%
Mynd 3.1 sýnir einnig að skatttekjur hins opinbera eru langstærsti tekjuliður þess
eða 92V2% af heildartekjum. Þá sýnir hún að samneysluútgjöldin eru veigamesti
útgjaldaliðurinn eða rúmlega helmingur heildarútgjaldanna. I samneysluútgjöldum eru
meðal annars útgjöld til fræðslumála, heilbrigðismála, réttar- og öryggismála, og
stjómsýslu. Þessir Qórir málaflokkar taka til sín um tvo þriðju samneysluútgjaldanna.
Fast á eftir þeim koma tilfærsluútgjöld, sem eru tæplega þriðjungur heildarútgjalda
hins opinbera. Til þessara útgjalda flokkast lífeyrisgreiðslur hins opinbera, eins og