Búskapur hins opinbera 1993-1994 - 01.03.1995, Blaðsíða 24
%
Mynd 6.1 Kröfur og skuldir hins opinbera 1980-1994,
stöðutölur sem hlutfall af landsframleiðslu.
%
60
50
40
30
20
10
0
í töflu 7.2 í töfluviðauka má lesa að um 64% af kröfum ríkissjóðs eru á opinbera
aðila, um 28% eru óinnheimtar skattakröfur og um 8^/2% lánveitingar til einkaaðila.
Þegar lánveitingar eru greindar eftir viðfangsefnum kemur í ljós að hlutfallslega mest
er lánað til fræðslu- og orkumála.
En opinber lánastarfsemi takmarkast ekki aðeins við hið opinbera, þ.e. ríkissjóð og
sveitarfélög, því ýmis fyrirtæki og sjóðir þess eru þátttakendur í umfangsmikilli
lánastarfsemi. Þá eru nokkrir atvinnuvegasjóðir eða Qárfestingarlánasjóðir á ábyrgð
eða í eigu hins opinbera, en skuldir og kröfur þeirra nema tugum milljarða króna. Að
síðustu má nefna að Landsbanki Islands og Búnaðarbanki íslands eru í eigu ríkisins.
Hrein lánsQárþörf opinberra aðila í heild, þ.e. hins opinbera og fyrirtækja og sjóða
þess, hefur verið mun meiri en lánsQárþörf hins opinbera í merkingunni hér og
samkvæmt skilgreiningu þjóðhagsreikninga. A þessu varð þó verulegt frávik á árinu
1994, sem stafar meðal annars af miklum afborgunum opinberra fjárfestingarlánasjóða
umfram lántökur. Áætlað er að lánsljárþörf opinberra aðila verði um 15 milljarðar
króna eða sem svarar til 3 >/2% af landsframleiðslu, eins og sjá má í eftirfarandi töflu.
Tafla 6.2 Lánsfiárbörf opinberra aðila 1989-1994____________
1989 1990 1991 1992 1993 1994
í milljörðum króna 23,0 27,0 40,2 29,4 23,2 15,0
Hlutfall af VLF____________U______7.4 10.1__1A_____5-6 3.5
Tafla 6.3 sýnir ljölda lántakenda sem njóta ríkisábyrgðar á lánum sínum. Einnig
sýnir hún heildarfjárhæð þessara lána og hlutfall þeirra af vergri landsframleiðslu. Þar
sést að íjöldi lántakenda og sömuleiðis heildarQárhæð lána hefur aukist á síðustu árum
eftir tölverðan samdrátt seinni hluta níunda áratugarins. Á árinu 1993 eru lántakendur
sem njóta ríkisábyrgðar 198 og er heildarijárhæðin ríflega 76 milljarðar króna eða sem
nemur 18*/2% af landsframleiðslu.
22