Búskapur hins opinbera 1993-1994 - 01.03.1995, Blaðsíða 25
Tafla 6.3 Lántðkur með ríkisábvrgð 1988-1993
1988 1990 1992 1993
í milljörðum króna 21,9 39,1 70,5 76,3
Hlutfall af VLF 8,5 10,7 17,7 18,5
Fiöldi lántakenda_____________________94 187 201 198
7. Alþjóðasamanburður
I þessum hluta verður stuttlega Qallað um afkoma og umsvif hins opinbera á Islandi
og í öðrum OECD-ríkjum. Tekjuafkoma segir til um hversu vel tekjur hins opinbera
nægja fyrir rekstrar- og fjárfestingarútgjöldum þess. Sé um tekjuhalla að ræða þarf hið
opinbera fjármagn (nettó) frá öðrum aðilum hagkerfisins. Á mynd 7.19 má sjá að
tekjuafkoma OECD-ríkja hefur versnað verulega síðustu árin, en viðsnúningur varð á
síðasta ári er tekjuhallinn mældist 3,8% af landsframleiðslu að meðaltali. Árinu áður
hafði hann mælst 4,2% af landsframleiðslu. Fimm árum áður var tekjuhallinn rúmlega
1% að meðaltali. í Evrópulöndunum mældist tekjuhallinn enn meiri eða í kringum 6%
að meðaltali á árinu 1994 en 21/2% fimm árum áður. Hér á landi var tekjuhallinn 4%
árið 1994 eða lítið eitt hærri en meðaltal OECD-ríkjanna. Athyglisverð er þróun
tekjuafkomunnar á Norðurlöndum, en hún var jákvæð um 11 /2% af landsframleiðslu
árið 1989 en mældist hins vegar neikvæð um 5% að meðaltali árið 1994. Þar munar
mest um versnandi afkomu hins opinbera í Svíþjóð og Finnlandi. Ekkert OECD-
ríkjanna skilaði tekjuafgangi á árinu 1994.
Umsvif hins opinbera í OECD-ríkjunum hafa aukist verulega síðustu áratugina. Á
mynd 7.210 má meðal annars lesa að heildarútgjöld hins opinbera í þessum löndum
mældust að meðaltali tæplega 42% af landsframleiðslu á árinu 1994 en rétt rúmlega
28% þremur áratugum fyrr. Hér á landi jukust heildarútgjöldin úr um 33% af lands-
framleiðslu í 40% á sama tíma og á öðrum Norðurlöndum úr 28% af landsframleiðslu í
rúmlega 61%. Þar er því um ríflega tvöföldun útgjalda að ræða á þessu þriggja áratuga
9 Sjá einnig töflu 9.1 í töfluviðauka.
10 Sjá einnig töflu 9.2 í töfluviðauka.
23