Nýtt S.O.S. - 01.04.1957, Blaðsíða 17

Nýtt S.O.S. - 01.04.1957, Blaðsíða 17
Nýtt S. O. S. 1.7 inn og horfir með samiið á þessa fallegu, fölleitu stúlku. „Nei, f(ilk í okkar sporum má ekki láta hræðsluna ná valdi á sér, er ekki svo?" svarar stúlkan festulega. „Rétt er það. Sá sem er hræddur tekur veikina strax.“ Monturiol la?knir klappar hughreyst- andi á herðar stúlkunni. „Mín meginregla er, að lineðast aldrei. — Þér verðið að hafa til meiri saltupplausn," bætti hann við. Ines horfir á lækninn með örvilnunar- svip. „Ég hef rétt í þessu tekið það síð- asta sem til var af henni úr skipsapótek- inu." Lækninum hrjóta ófögur blótsyrði af vörum. Allt í einu hallast skipið mjög, réttir sig að nýju, en tekur þá hliðarveltu ;i hinn veginn. Stormur er í aðsigi, stormur sem brátt skellur yfir þetta skip óhamingjunnar með \a\andi þunga. Fyrstu brotsjóirnir taka að brotna á „Urtiguay" innan stundar. Old- urnar \ erða hærri og geigvænlegri. Menn- irnir í brúnni verða að halda sér. Um loft- rastingaropin, sem ná neðan úr danssaln- um á bátaþiljur heyrist, þrátt lyrir hávað- ann, hræðsluóp sjúklinganna, sem enn hafa orku til að gefa óttanum útrás. Vfir framlyftingu kastast bóma fram og aftur. \fega skipstjóri skipaði þriðja stýri- manni að fara fram á með þrjá háseta og festa bómuna. Þeir verða að fara um dans- salinn til að komast framá, því ógerlegt er að fara um þilfarið. Þar niðri er ægi- legt um að litast. SjúkHngarnir geta ekki haldið sér í neitt, dýnurnar, sem þeir liggja ;i, renna til og frá og saman í eina kös. Sumir hinna sjúku æpa af ótta og kvölunr. En flestir eru svo máttfarnir, að þeim er horfin allur viljakraftur og veltast um eins og reköld. Monturiol læknir hef- ur aldrei fyrr horft upp á önnur eins ó- sköp. Loks koma nokkrir þjónar til lijálpar. Systir Ines segir fyrir um, hvað gera skuli. Langir naglar eru reknir gegn um dýn- urnar niðttr í livítþvegið tíglagólf dans- salarins. Þriðji stýrimaður hefur nú fest bómuna ásamt mönnum sínum. Hann og lélagar hans kjósa að fara eftir þilfarinu til baka. Þeir vilja heldur eiga á hættu að brotsjóir hvirfilvindsins nái þeim, heldur en að ganga gegn um vítið niðri í salnum. Þeir sjá varla faðmslengd frá sér, því æð- andi sælöðrið hylur allt skipið. I-.n „Uruguay" er þrátt fyrir allt gott skip. Það heldur sitt strik, klýfur sjóinn, kraftmikið og tígullegt. Eins og það vissi, að dagar þess væru ekki allir, enda þótt dauðinn Iægi í leyni. En þetta skip átti ekki aðeins eftir að berjast gegn stórsjóum og hvirfilvindi, heldur einnig grimmum (irlögum, er virtust vera forlög þess og eða álög. Þegar „Uruguay" lá á höfninni í Las Palmas átta dögum síðar, blakti merkið „Q" á framsiglu þess, gula sóttvarnarflagg- ið! \'cga skipstjóri horfir í sjónauka sinn og sér röð vagna á hafnargötunni og á hliðar þeirra glampar á Rauða-Kross merkið í sólskininu. Framan við vagnana standa litlir, svartir hestar. Meðal hinna sjúku manna, sem nú eru bornir á sjúkrabörum niður landgöngu-

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.