Nýtt S.O.S. - 01.04.1957, Blaðsíða 26

Nýtt S.O.S. - 01.04.1957, Blaðsíða 26
2(i Nýtt S. O. S. Stundarfjórðungi síðar stendur Hurta- do aftur í brúnni. „Uruguay“ lætur nú að stjórn og er snúið upp í storminn. En allt í einu stöðvast skrúfur skipsins. Hurtado hleypur að talpípunni samkvæmt bendingu skipstjórans: „Senor Machado vill tafarlaust fá að \ ita, hvers vegna skip- ið stöðvaðist!“ „Sjórinn er kominn inn í katlana. J>etta er enginn kafbátur!" „Lítið sjálfur eftir hvernig þetta er þarna niðri,“ skipar Machado. „Loftvogin er að falla. Við erum eins og vængbrot- inn fugl. Við komumst ekkert áfram með steypt í lekagöt í þessum stórsjó. \'ið verð- um að Jneyta um stefnu. Stefna aftur á Cadiz! Þar látum við gera við skemmd- irnar." Fimm dögum síðar varpaði „Uruguay" akkerum á höfninni í Cadiz. Yfirvöldin spyrja ekki margs. Þrír kyndarar og einn véístjóri eru illa meiddir. Þegar steypan er losuð úr framskipinu, finnst þar einn maður örendur. Það er skipasmiðurinn, er þar var að verki, er milliþilið var gert vatnsþétt. Frá Senor March kom svohl jóðandi sím- skeyti: „I.osið farminn og farið í slipp. Látið gera við skemmdirnar. Látið vinna tvöfaldan vinnutíma. Nýr samningur við Baltimore —“ 1917. Heimsstyrjöldin í algleymingi. „Farðu ekki aftur, Juan!“ bað ínes mann sinn með tárin í augunum. „Mig hefur dreymt hræðilega í nótt —“ „F.n góða mín!“ Hurtado strýkur liöfuð konu sinnar. Hann talar í lágum hljóð- um því litlu börnin sofa enn. „Þetta seg- ir þú alltaf. í stríði fær maðtir stundum að reyna sitt at' hverju. „Uruguay“ hefur líka reynt sitt af hverju og staðist hverja raun. Líttu á lallega húsið okkar og blómstrandi garðinn! Heldurðu, að við hefðum getað þetta, ef ég itefði ekki far- ið til sjós. Nú, þegar ég sé um hleðsluna líka, fæ ég ekki aðeins margfalt kaup, hcldur líka aukaþóknun. Sex sinnum höf- um við komið til Baltimore og flutt stríðs- varning til Southhampton, og aldrei séð einn einasta kafbát! Hugsaðu þér sjómenn hinna stríðandi þjóða. Verra er þeirra hlutskipti." ínes laut Jicifði. Hún veit, að maðurinn hennar ltefur rétt að mæla. En samt hugs- ar hún stöðugt um þetta skip, sem böl- lxenir munu ef til vill hrína á — einlivern tíma. Hún snýr sér undan og þerrar tár- in. S\o lætur hún niður í tcisku manns síns. Avallt, þegar „Uruguay" var í brezkri skipasmíðastöð vegna viðgerðar fór Juan heim með lestinni um París. „í þetta skipti verðum við ekki lengi." huggar liann hana. „\rið förum með skot- færi til Genúa. Þá fer „Uruguay” til alls- lierjarviðgerðar í Cartagena. Þú kemur með börnin þangað. Maclrado liefur lofað mér því, að ég verði fyrsti stýrimaður að þessari ferð lokinni. Þú veizt, hvað jiað þýðir fyrir okkur!“ Sex vikum seinna leggur „Uruguay" upp í ferð til Bandaríkjanna. Sólin skín glatt, yndislegt veður og allir glaðir í anda, ekki sízt vegna þess, að nú er útilokað að brjóta þýzka hafnbannið. Senor ern- andez Marcli gerir því enn samning um Jrandaríska bannvöru til brezkra hafna eða til Genúa. Flutningagjöldin hafa stig- ið geypilega. Hvað það gildir fyrir „Uru- guay“ að flytja hergögn yfir Atlantshafið, veit bara Senor Marclr einn. F.n stríð er stríð, og hvert smáskot í skiprúmi er gulls í gildi. IJm borð í „Uruguay" eru allir í lrezta

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.