Nýtt S.O.S. - 01.04.1957, Blaðsíða 30

Nýtt S.O.S. - 01.04.1957, Blaðsíða 30
yfirhöndina. t>cir hafa tekið stjórn'pállinn a sitt vald. — „Uruguay" svarar ekki lengur! tilkynn- ir nú loftskeýtamaðurinn á spánskri beiti- snekkju skipherra sínum. Bæði herskipin knýja aflvélarnar til hins ýtrasta. í dögun sést til ferða „Uruguay". Skipið rekur fyr- ir veðri og vindi. Uppreisnarmenn skorti kunnáttu til að láta vélarnar gariga. „Uruouay"! Hættið allri mótstöðu!“ En skeytinu er ekki veitt móttaka og því síð- ur svarað, Jdví loftskeytamaðurinn hafði verið tekinn til fanga. Fyrstu sprengikúlurnar dynja á „Uru- guay“. Kin Jreirra kveikti í framskipinu og drepur tuttugu manris, önnur hæfir skipið bak við brúna. IJá sigia báðar beitisnekkjurnar nálægt „Uruguay" og bátar eru mannaðir og jreim róið að skipinu. Þær beina fallbyss- um sínum að „Uruguay". Skipið gefst upp. Sjóliðar ryðjast um borð. Þeir setja lið í vélasal og kyndarapláss. „Uruguay", sem er illa leikin eftir skothríðina, fylgir her- skipunum áleiðis til Cartagena með hægri ferð. Jólin nálgast. Hermenn þeir, er ekki tóku þátt í uppreisninni, voru sendir með öðrum skipum til Afríku. Uppreisnar- mennirnir vpru skotnir í neðanjarðarvirkj- um Cartagena. Forspilið að spönsku borgarstyrjöldinni var á enda. í hvíta húsinu í Tibidabo grætur ung kona. 1931. Aftur kveða við skothvellir kring um „Uruguay", sem nú ryðgar í Barcelona liöfn. Borgarstyrjöld á Spáni! Bylting, hrun! Hvað er nú hægt að gera við þerinan ó- lukku skipskláf? Stjórnin hafði ekki nógu mörg fangelsi til umráða. „Stjórnin ætlar að leigja „Uru- guay“ og nota sem fljótandi fangelsi.“ Svo er Jrá „Uruguay" gerð að fangelsi. Verðir taka sér stöðu, vélbyssum er komið fyrir á þilfarinu. Vélar skipsins eru ónot- hæiar fyrir löngu, lítið dæluskip verður að leggja að því daglega og dæla út sjóri- um, sem hefur runnið inn um ryðgaðar gólfplöturnar. Og „Uruguay'1 er hræðilegt fangelsi, fangelsisveggirnir berar járnplötur. Hin- ar alræmdu blýkompur í Dogenpalast í Feneyjum hafa verið hátíð hjá hitanum í þessum fangabúðum. í skipinu er engin loftræsting til varn- ar glóandi sólarhitanum. Um nætur er ljós- laust (V! á daginn nær enginn sólargeisli inn í dimmar vistarverur jressa skipsbákns; gluggarnir eru byrgðir með járnplötum. Og í þessum skuggalegu vistarverum er þúsundum manna |jjappað saman. Mörg leynileg skilaboð eru send á nóttunni með þeim hætti, að fangarnir berja í skips- súðina innanverða. Litlir bátar eru á ferð um höfnina, sem bergmálar af byssuskot- um öðru hvoru. ' F.n á þessu syndandi víti er einn engill. „El angel de Uruguay,“ kalla spönsku fangarnir hina fórnfúsu konu. Hitt er á fárra vitorði, að hún lieitir ínes Hurtado, ekkja stýrimannsins, er var drepinn á þessu sama skipi fyrir mörgum árum. ínes er hjúkrunarkona fanganna. Hún hefur boði/.t til jiess starfs af frjáls- um vilja. Og hún var ráðin, ekki vegna meðaumkunar með hinum þjáðú föngum, heldur af praktískum ástæðum, ef svo færi að faraldur kæmi upp meðal þeirra. ínes gegnir erfiðum skylustörfum. A næturna getúr hún ekki dvalið um borð. Hún verður líka að annast börnin sín, sem eru á skólaaldri.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.