Nýtt S.O.S. - 01.04.1957, Blaðsíða 22

Nýtt S.O.S. - 01.04.1957, Blaðsíða 22
22 Xvtt S. O. S. Loks verðnr allt kyrrt. F.lrir sfutta stund ter titringur um skipið. „\’ið erum farin af stað aftur," kallar ínes. Kyndararnir koma nú með tvo menn illa sterða. „Niðri liggja tveir dauðir," segja þeir, er ínes býst til að hreins sár þeirra. „Níu menn hafa verið settir í bönd. Hinir hafa gert verkfall. Þetta var rangt af félögum okkar. Þeir hefðu átt að bíða, þar til við komum til hafnar." Að fimrn dögum liðnum náði „Uru- guay" höfn í Permambuco. Marglit merkjaflögg blakta \ ið rá skipsins. „Uppreisn! Við óskum lögregluaðstoð- ar!“ tilkynna flöggin samkvæmt alþjóða inerkjaskrá. Og lögreglan kennir um borð — fjórir lemparar, þrír kyndarar og tveir vélstjór- ar eru fluttir í land í hlekkjum. Meðal þeirra er einn Spánverji. Einn fanganna snéri sér við í stórbátnum, er flntti upp- reisnarmennina í land og skók hnefana ógnandi að skipinu og formælti ógurlega. F.n „Uruguay“ heyrir engar bölbænir. Og áhöfn þess heldur ekki, því í sömti andrá er eimpípa skipsins þeytt. F.ins og ógnandi, dimmt og hryllilegt öskur. „Uruguay" heldur af stað, áfram á ör- lagabraut sinni. Yfir höfin til fjarlægra landa. Ógnþrungnir viðburðir bíða þessa skips. Skip, er liggur aðgerðalaust, ryðgar. Ut- gerðarfélag „Uruguay“s komst í greiðslu- þrot. Stórt og velþekkt útgerðarfélag hef- ur yfirtekið nokkur skipanna. En ekki „Uruguay". „Við komum ekki nálægt slík- um óhappakláf," sögðu forsvarsmenn fé- lagsins. Árið 1 () 16. Um tveggja ára skeið hefur geisað heimsstyrjöld. í samfellt þrjú ár hefur „Uruguay" legið í skipa-„kirkjugarð inum" í Barcelona. Milli gamalla tréskipa og allskonar skipsflaka. F.n nú er vand- ræðaástand vegna skipaskorts, og þá eru allar fleytur settar af stað, sem einhvern tíma hafa komizt lengd sína á söltum sjó. Það er kaldur ma: zdagur; \indurinn, sem stendur af Lionflóanum er ískaldur o'v \ erður biátt að stormi yfir Miðjarðar- hafinu. Litli vélbáturinn, sem fer út á ytri höfnina þar sem gömlu kláfarnir liggja, á fullerfitt með að komast leiðar sinnar á ygldum flóanum við Montjuich- klettinn. Nokkrir heiramenn kiífa jmnglamalega upp skipsstiga „Uruguay“s og upp á þil- far. Sumir þeirra hverfa undir þiljur. Þeir berja með hömrum sínum ryðgaða súð skipsins. „Mestu máli skiptir, að við berjum ekki göt á plöturnar,“ mælti einn þeirra. Hann veit, hvers krafi’/t er í dag. Nú verður að nota hverja smálest. F.kkert skip er svo aumlega á sig komið, að það sé ekki nógu góð bráð handa þýzkum kafbátum, sem liggja einhvers staðar í leyni. Áhöfnin er aukaatriði. Maður kemur manns í stað, en skip ekki á þessum tímum. Hér hefur líka sitthvað verið undirbúið. Mennirnir, sem taka skipið á leigu, veita því ekki athygli, að gólfplöturnar í véla- salnum eru þaktar með þurru, nýju sagi. Og þeir taka heldur ekki eftir því, að í fótspor þeirra í saginu sítlar vatn. „Það er bara rigningarvatn. Það hefur rignt í nótt,“ segir einhver, sem þó hefur tekið eftir þessu. Seinna koma herramenn þessir í við- hafnarsal" skipstjórans. Nokkrar rottur leggja á flótta hið skjótasta. Spegillinn yf- ir breiða legubekknum, er allur sprung- inn. Gluggatjöldum hefur verið stolið fyrir löngu, skrifborðið hefur verið brot-

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.