Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Blaðsíða 8

Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Blaðsíða 8
8 Nýtt S. O. S. starfi við strendurnar, menn, sem liata þrælasöluna og þá, sem standa að henni. Ray Rosen, skipstjóri, er Norðurríkja- maður, borinn og barnfæddur í New York. Hann hefur þegar getið sér frægðarorð á sjónum. Fyrir tíu árum var hann vel þekktur meðal útgerðarstjóra og skipa- miðlara. Ray Rosen þótti fljótur í ferð- um og allir þekktu þennan efnilega skip- stjóra. Það var því glæsileg framtíð, sem beið j^essa glæsilega skipstjórnarmanns, er svo vel var þekktur að dugnaði og dirfsku. í höfn fæðingarborgar hans, Boston, var úr nægum farkosti og vel búnum að velja. Þar voru kanadískir hraðsiglarar og alveg ný gerð skipa. Þar voru seglskip, miklu hraðskreiðari en áður hafði þekkzt og rnenn höfðu yfirleitt þorað, að láta sig dreyma um, að gætu komið til sögunnar. Þessi nýju skip, svokallaðir klipperar, ruddust fram úr fyrstu gufuskipunum, sem voru í þann veginn að leggja undir sig heimshöfin. Á gömlu flutningaskipunum þótti gott að sigla fimrn mílur á klukkustund við sæmilegar aðstæður. Yfirburðir gufuskip- anna voru því í fyrstu ekki miklir, því þau gerðu ekki nema sjö mílur ' eða í mesta lagi átta. En þessir nýju klipperar gerðu oft tólf mílur, já, jafnvel fimmtán til sextán mílur! Það var á þessum árum að Ray Rosen skipstjóri var kallaður til Washington. í „Hvíta húsinu“ beið hans maður, hvers nafn er nefnt með virðingu í Banda- ríkjunum enn þann dag í dag, en á þeim tíma hljómaði nafn hans næstum eins og helgisögn, hvort sem var í munni vina eða óvina. Þessi maður var Alexander Hamilton, raunverulega fyrsti fjármálaráð- herra Bandaríkjanna og upphafsmaður þess, að dollaramyntin var upp tekin. Þeg- ar hér var komið sögu var Alexander Hamilton 82 ára að aldri, maður beygður af elli, lotinn í herðum. En andlitssvip- urinn var enn mikilúðlegur og augu hans skutu gneistum. Hann var ungur í anda. Það var árið 1*790, er Alexander Hamil- ton barði í gegn í þinginu, að tíu fyrstu tollgæzluskúturnar skyldu smíðaðar. Með hörku tókst honum að kría út fé í tíu einsigldar skútur, undan blóðugum nögl- um ráðherranna, sem veltu milli handa sér hverjum peningi, sem fór úr ríkisfjár- hirzlunni. Gæzluskipin voru búin sexpunda fall- stykkjum, sem þó var ekki hægt að nota nema sjór væri kyrr. Tíu litlar og gang- litlar skútur áttu að gæta allrar austur- strandar Norður-Ameríku. í hlut livers hinna átta ríkja kom þá ein skúta. Raun- ar voru tvær þeirra að jafnaði í skipa- smíðastöð til viðgerðar og eftirlits. Tíu skútur með tíu skipstjórum. þrjátíu stýri- mönnum, fjörutíu hásetum og tuttugu skipsdrengjum! Og gæzlusvæði hvers skips meira en 300 sjómílur! I átta ár voru þessar litlu skútur einu vopnuðu skipin, er sigldu undir stjömu- fána Bandaríkjanna. Þau ein voru viðbú- in að ráðast gegn hverju því aðvífandi skipi, er vildi virða að vettugi lög og reglur Bandaríkjanna. Það var ekki fyrr en árið 1797, að þjóðþingið samþykkti að láta smíða fyrstu freigátuna, og það eftir langt þóf. Það var árið 1848, er hinn mjög svo aldurhnigni þjóðhöfðingi Alexander Hamilton kallaði Ray Rosen, skipstjóra, á sinn fund. Og er hann hvarf af fundi hans, var hann ekki lengur skipstjóri venjulegs flutningaskips. FTpp frá þeirri

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.