Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Blaðsíða 21
Nýtt S. O. S. 21
að farm sinn í liafið. Og í Mexikóflóan-
um úir og grúir af hákörlum!
Undir fullum seglurn hefur Joe Lane
næstum siglt fyrir tangann, sem skilur
milli þeirra og þrælaskipsins. Þrælaskip-
ið hlýtur að koma í augsýn þegar minnst
varir, skipið og bátar þess. Skipstjórinn
sensrur hröðum skrefum út að kutborðs-
síðu.
„Fallbyssurnar tilbúnar?" spyr hann
enn einu sinni skytturnar fram á.
Texasbúinn við stafnbyssuna lyftir hend
inni til samþykkis. Og fallbyssuskytturn-
ar við báðar byssur afturá svara játandi:
„Aye (já), Sir. Erum tilbúnir að skjóta.“
„Verið þá viðbúnir. Skjótið fyrst reiða-
búnaðinn og mín vegna má skjóta þilfar-
ið í tætlur, en munið, að skjóta ekki í
skrokkinn, því þá gerið þið meira ógagn
en gagn. Sá djöfull skal ekki ganga okkur
úr greipum. Og við náum þá líka þrælun-
um. En auðvitað vil ég ná þeim lifandi:
þið skiljið það, er ekki svo?“
Joe Lane siglir nú inn í næstu vík og
fer svo mikinn, að freyðir mjög um bóga.
Það er næstum eins og skonnortan sjálf
viti, að allt velti nú á henni. Á hraða
hennar og skothæfni Texasbúans í fram-
stafni. Og eitt, eitt er víst: Áhöfn þræla-
skipsins blýtur að verða þess vör í hvaða
andrá sem vera skal, að því er veitt eft-
irför. Það er einvörðugu því bragði skip-
stjórans að þakka, að sigla fast upp við
land, en koma ekki af hafi, að skonnortan
skuli ekki hafa verið séð fyrir löngu.
Þessir piltar á þrælaskipinu munu vissu-
lega ekki eyða tímanum í það, að bíða
þess, hvað þessi aðvífandi skonnorta ætl-
ast fyrir. Smyglarar eru fljótir að taka á-
kvarðanir. Og ekki sízt, þegar um þeirra
eigið líf er að tefla.
Þess er heldur ekki langt að bíða, að
eithvað gerist.
Joe Lana er ekki komin nerna nokkur
hundruð metra inn flóann, er dimmur
skothvellur hveður við í landi og rautt
blys flýgur upp frá trjátoppi, upp í blá-
an himininn í stefnu á tollgæzluskipið.
Nú eru hendur látnar standa fram úr
ermum á barkskipinu. Þar hefur hver ein-
asti maður af áhöfninni verið viðbúinn.
Frá Joe Lane er hægt að sjá hverja þeirra
hreyfingu, því loftið er óvenjulega tært;
skúrin í gær hefur hreinsað loftið.'
Eins og þegar tjöld eru dregin fyrir á
leiksviði að sýningu lokinni. eru rásegl-
in dregin upp og barkskipið snýr stefni
til hafs. Jacky Coogan heldur í sömu átt
eins og ósjálfrátt, en þá kveður við hörku-
lég skipun skipstjórans: „Haltu stefnunni
milli strandarinnar og bátsins, sem er full-
fermdur mönnum. Láttu hann ekki kom-
ast til lands.“
Andartak eru skipverjar á tollskipinu
sem steini lostnir, er þeir heyra þessa
skipun. Báturinn er þéttsetinn svörtum'
mönnum, sem eru hlekkjaðir saman. Bát-
urinn er svo sem í einnar mílu fjarlægð
frá ströndinni. Það er róið knálega til
lands, en ræðarana grunar ekki enn hvað
skipstjórinn á tollgæzluskipinu ætlazt fyrir.
Þeir ganga að því gefnu, að skúta muni
fylgja barkskipinu eftir, en alls ekki skips-
bátnum.
Þegar skútan eltir þá, en lætur bark-
skipið afskiptalaust, vita þeir fyrst, hvað
klukkan slær. Áratogin verða enn ákaf-
ari og ræðararnir komast úr jafnvægi.
„Mr. Loges“, er kallað úr afturlyfting-
unni, „erum við ekki að komast í skotmál
við ströndina?“
„Jú, Sir, svo er“, svarar stórskotafor-