Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Blaðsíða 35

Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Blaðsíða 35
Nýtt S O S 35 SOS og loftskeytatækin Guglielmo Marconi er almennt talinn liafa fundið upp loftskeytatækin. Og þetta er rétt, þótt eigi megi gleyma því að áður höfðu ýmsir hugvitsmenn rutt brautina fyrir hann með tilraunum sínum, og þar með lagt undirstöðuna að þessari stór- merku uppgötvun. Marconi sótti fyrst um einkaleyfi fyrir loftskeytatæki sín árið 1896. Tilraunum hans hafði þegar í upphafi verið beint að sjónum. Honum var það Ijóst, að með þessum tækjum væru leiðir fundnar til þess að rjúfa að fullu hina aldagömlu þögn úthafsins. Fyrst í stað voru tækin afar veik, en styrkur þeirra fór vaxandi, og að ári liðnu drógu þau 10 rnílur, miðað við, að sent væri yfir sjó eða flatlendi. Eftir 4 ár drógu þau 200 mílur. Sem öryggistæki á sjó fengu þau eldvígslu sína árið 1899. í desember árið áður voru loftskeytatæki sett í vitaskipið á East Goodwin-grynning unum við suðurströnd Englands. Stöðin var mjög fábrotin og flutt út í skipið á lítilli bátkænu. 3. marz 1899 varð vitaskipið fyrir alvar- legum skemmdum af völdum ásiglingar. Var þá í fyrsta skipti í sögunni send hjálp- arbeiðni frá nauðstöddu skipi með loft- skeytatækjum. Dráttarbátar kornu þegar á slysstaðinn og drógu vitaskipið til lands. Fyrsta verzlunarskipið, sem sett voru í loftskeytatæki var þýzka skipið Kaiser Wil- helm der Grosse. Það var í marz árið 1900. Arið 1904 höfðu mörg þeirra skipa, er um úthöfin sigldu, tekið loftskeytatækin í þjónustu sína. Loftskeytamennirnir brezku höfðu flestir verið símritarar áður. Þeir fluttu ekki aðeins símritunarprófið með sér inn á hið nýja starfssvið sitt, heldur og margt af þeim skammstöfunum, sem not- aðar eru í ritsímaviðskiptum. Meðal þeirra var skammstöfunin CQ, er notuð var til að vekja athygli símritaranna al- mennt, þegar sendar voru tilkynningar, er alla varðaði jafnt. A alþjóðafundi, sem haldinn var í Ber- lín 1903 til undirbúnings skipulagningar loftskeytaviðskipta í heiminum, kom fram það sjónarmið, að nauðsyn væri, að ákveð- ið yrði sérstakt neyðarmerki, er frorgangs- rétt hefði í viðskiptum fram yfir afgreiðslu almennra skeyta. Árið 1904 birtir svo Marconi-félagið tilkynningu til loftskeyta- manna, um að þeir noti bókstafina CQD í neyðartilfellum. Önnur ráðstefna um loftskeytaviðskipti var haldin í Berlín 1906 og tóku 30 þjóð- ir þátt í henni. Ekki varð mikið ósam- komulag um val neyðarmerkis á þessarir ráðstefnu. Þýzk skip höfðu valið sér í þessu skyni bókstafina SOE, og vildu Þjóð- verjar gera þá að alþjóðlegu neyðarmerki. Samþykkt var þó að breyta um stafinn E í merkinu og setja S í staðinn, vegna þess að stafurinn E væri aðeins einn depill og gæti hæglega dottið niður ef um lofttrufl- anir væri að ræða. SOS hlaut alþjóðlega staðfestingu árið 1908, þótt stundum heyrðist fyrst í stað eftir það gamla neyðarmerkið CQD, eink- um frá brezkum skipum. En frá þessum tíma hefur SOS verið

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.