Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Blaðsíða 9
Nýtt S. O. S. 9
átundu var Ray Rosen foringi og jafn-
framt skipstjóri á nýju strandgæzluskipi.
Nú var liann stjórnandi hins fyrsta stóra
•gæzluskips, er var gefið nafnið „Cambell“.
Skipið var smíðað í Porthmout í Virgin-
íafylki og síðar þrjátíu skip af sömu gerð.
Skipin voru 34 metra löng, stórsiglan 18
metrar á hæð, breiddin 5,30 metrar, Jrar
sem skipið var breiðast.
Skipasmíðastöðin Graves og Feulio, er
vann verkið, skildi til fulls hlutverk sitt.
Stefnið var hnífskarpt, siglutrén há. Skipin
áttu að vera hraðskreið og góð sjóskip.
En þá er ótalin merkileg nýung. Á fram-
lyftingu var komið fyrir tólf punda fall-
byssu á snúningsskífu. Það er því auðvelt
að beina fallbyssunni hvert sem vera vill
á svipstundu. Afturá eru hinsvegar tvær
sexpunda fallbyssur. Slík skip áttu að geta
ráðið niðurlögum hvers einasta sjóræn-
ingja og smyglara!
En jrrátt fyrir þetta undruðust menn
rnjög, að Ray Rosen, þessi ungi skipstjóri,
•s'kýldi talca í sínar hendur forystuna yfir
þrem liðsforingjum, átján hásetum og
þrenr vikadrengjum á Cambell. Vinir hans
ypptu öxlum og venslafólk hans sagði, að
hann mundi varla með öllum mjalla.
Hann hefði liafnað glæsilegri framtíðar-
stöðu, sem hefði komið honum í álnir,
en þess í stað tekið lítt launaðri stöðu
yfirforingja á tollgæzluskipi.
Þessu svaraði Ray Rosen ávallt á sama
hátt: „Einhver verður að taka starfið að
sér, og sá sem það gerir er ég. Já, ég geri
þetta, og þar að auki hópur manna, sem
fetar í mín spor, nú og seinna!“
Þetta var allt, sem Ray Rosen hafði um
þetta mál að segja. Og brátt kom að því,
að fjöldi ungra og efnilegra manna bauð
sig fram til gæzlustarfa við ströndina. Það
þótti eftirsóknarvert, að starfa undir
merki gyllta arnarins og einkunnarorðun-
um „Semper paratus“. Alexander Hamil-
ton og forsetinn Abraham Linroln sögðu,
að hið erfiða hlutverk strandgæzzlunnar
yrði ekki falið öðrum en úrvalsmönnum.