Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Blaðsíða 16

Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Blaðsíða 16
i6 Nýtt S. O. S. Galveston. Hvert jiað flutningaskip, sem lenti inn á Jjetta svæði, var neytt til að greiða ævintýralega háan skatt til sjóræn- ingjanna. Ög vei jieim skipstjóra, sem veigraði sér við að greiða skattinn. Það jafngilti sjálfs- morði. E1 Lobo og menn lians lögðu ekki í vana sinn að standa í orðaskaki. í skipt- um við hann gilti í rauninni ekkert nema peningarnir og vopnin. Mexikoríki gerði ekkert til j^ess að ráða niðurlögum sjóræningjanna eða hnekkja veldi þeirra. Bandaríkin sendu hins vegar þrjár freigátur á þetta svæði, sem sökktu nokkrum sjóræningjaskipum, tóku önnur herskildi, en sjóræningjarnir sjálfir voru hengdir á rárenda. En það var hægara sagt en gert að reisa rönd við þessum ó- fögnuði, því menn E1 Labos ráku full- komna fréttaþjónustu. Þegar hætta var á ferSum biðu því skipin í Zona libre unz herskipin voru horfin af hættusvæðinu. Hálfu ári seinna hafði E1 Labo gleymt öllum aðvörunum og varð uppivöðslusam- ari en nokkru sinni fyrr. Hann gætti jiess þó, að forðast landhelgina, jíví hann hafði illan bifur á gæzluskipunum. En E1 Labo hafði enn ekki komizt í kynni við hinar nýju vel vopnuðu skonnortur stjórnarinn- ar. En hann átti eftir að komast í kynni við þær. Sumarið 1853 fengu gæzluskipin Joe Lane og „Sinclair“ skipun um, að upp- ræta E1 Labo-hneykslið, alveg sama með hvaða hætti jaað yrði framkvæmt. Það var skipun beint frá Washington, skipun með óvenjulegu umboði. Tveim tollgæzluskútum var nú falið verk, sem þrem freigátum hafði fram að þessu reynzt ofvaxið. „Og þeim heppnaðist það, já, fjandinn fjarri mér,“ hugsaði Andy Ladd, sokkinn niður í gamlar minningar. Hann glotti á- nægjulega. Þeir koniu til Galveston í Texas og Ray Rosen skipstjóri lét háseta sína segja frá því í liafnarknæpunum, að skip þeirra væru hætt allri tollgæzlu. Stjórnin hefði selt þau útgerðarfélagi í New Orleans, og útgerðin ætlaði að senda þau með verð- mætan farm til Veracruz. En skipunum hefði hins vegar ekki verið breytt til þess, að blekkja sjóræningjana, sem Jaá mundu ekki þora að nálgast jiau. Næstu þrjá daga voru hásetarnir að rogast með kassavöru um borð í skipin og var þeim staflað á þilfarið svo Jætta varð hið mesta háfermi. Þann 18. júní lét svo Joe Lane tir höfn, að sögn, og ferðinni heitið til Veracruz. Á næsta flóði, tólf klukkustundum síðar, lét „Sinclair Lewis“ úr höfn með sams- konar þilfarsvarning og Joe Lane, er var kominn 50 mílur áleiðis. En þegar skipiu voru komin úr landsýn hófst sama vinn- an um borð í báðum. Öllum hinum leynd- ardómsfulla kassavarningi var kastað út- byrðis. Og sjá, kassarnir flutu á sjónum. Það höfðu sem sagt veríð tómir kassar, sem hásetarnir fluttu um borð í tollskút- urnar. Þann 21. júní um kvöldið hélt Joe Lane suður á bóginn, og Sinclair Lewis hafði samkvæmt áætlun siglt það langt frá landi, að ekki sást til ferða hans, en j)ó höfðu bæði skipin haft merkjasam- band sín á milli. Það kom brátt í ljós, að „E1 Lobo del Mare“ hafði fallið á bragði Rosens skipstjóra. Um nóttina felldi Joe Lane seglín og varpaði akker- um eins og hvert annað strandsiglinga- skip mundi gert Iiafa. Og nokkru áður en myrkrið skall á tilkynnti varðliðið í landi, að nokkrar skútur og stór hópur árabáta hefði lagt frá landi- E1 Lobo var

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.