Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Blaðsíða 10

Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Blaðsíða 10
io Nvtt S. O. S. VEIÐIMAÐURINN. Um þetta allt saman hugsar Ray Ros- en, skipstjóri, meðan hann fylgist af at- hygli og ákafa með hreyfingum þessa ó- kunna skips. Jú, skipið snýr nú frá, heldur út á opið haf. Þá kemur ný fyrirskipun: „Ný stefna austur-norðaustur til norðurs". Joe Lane lætur ljúflega að stjórn, stefn- ir nú í áttina til Florida, burt frá Loui- siana og óþekkta skipinu. Andy Ladd gnístir tönnum af reiði og I?en Cliff er í illu skapi undir niðri, en lætur ekki á neinu bera. Fyrirliði stór- skotaliðsins, Isaal I.oges, er ekki heldur neitt blíður ásvipinn. Hann er það raun- ar sjaldan, því hann er Texas-búi og skammast miskunnarlaust við Yankana, norðurríkjamennina, en þaðan er nær öll áhöfnin. Hjarta hans slær með Suðurríkj- unum og hann reynir ekkert að leyna því. En hann hefur hins vegar enga samúð með þrælasölum, og það er enn minna leynd- armál. Hann hatar þá eins og allir heið- arlegir sjómenn. „Kveikið ljósin! “ skipar skipstjórinn. Maður hleypur til og tendrar siglingaljós- in. Enn fylgist skipstjórinn með háttlagi ókunna skipsins í sjónaukanum. Er Joe Lane hafði breytt stefnunni er skipið næstum þvert út frá tollskipinu, með stefnu á opið haf, en Joe Lane held- ur nú skáhallt til strandarinnar. Tunglsskinið mun vara aðeins nokkrar mínútur enn. Þá verður um hríð koldimm nótt, einskonar undanfari dagsins. Foringjarnir standa á afturþiljum um stund og stara út í myrka nóttina, þangað Sem ókunna skipið var, sem nú er horfið' sjónum þeirra. „Látið frívaktina leggjast til svefns, Mr. Cliff! “ urrar skipstjórinn. „Já, Sir“, samþykkir Cliff og ber liend- ina upp að sjóhattinum. Skipstjórinn hættir nú að beina athygl- inni að ókunna skipinu, enda sést það ekki lengur. Hann gengur út úr stjórnklefan- um. „Og nú, herrar mínir,“ Ray Rosen bein- ir máli sínu til allra viðstaddra yfirmanna,. „gjörið svo vel að koma inn í stýrishúsið.“ Hann snerist á hæli og gekk á undan inn í hið litla stýrishús skonnortunnar. „Nú,“ Jacky Cóogan, hásetinn við stýr- ið glotti til bátsmannsins, hans Jim Spil- lane, sem stendur við hlið hans. „Nú lík- ar mér lífið. Eftir nokkrar klukkustundir erum við tilbúnir og hver maður á sínum stað. Sá gamli með veiðinefið sitt er nú að brugga smyglurunum einhver launráð.“ „Haltu kjafti! “ hreytir bátsmaðurinn út úr sér. Hann er þreytulegur á svipinn ogy lítur út undan sér á kompásinn. Dauf ljósglætan frá honum varpar ofurlítilli birtu á andlit þeirra félaga, „reyndu held- ur að bera þig að halda stefnunni!“ Jacky Coogan yppti öxlum glottandi, spýtti hraustlega út á hléborða og lætur stýrishjólið renna hratt um sigggróna lóf- ana unz Joe Lane er aftur á nákvæm- lega fyrirskipaðri stefnu. Skipstjórinn og menn hans hafa á með- an safnazt saman í kortaklefanum, sem er alltof þröngur og þeir horfa allir á kortið, sem sýnir svæðið djúpt norður af Mexi- kóflóanum. Ray Rosen heldur á sirkli í hendinni og bendir á stað á kortinu ekki langt frá: New Orleans.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.