Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Blaðsíða 29
Nýtt S. O. S. 29
lykillinn hafði brotnað í myrkrinu um
nóttina, þegar hann var að korna stöðinni
í lag, og hann varð að halda við samskeyt-
in með annarri hendinni og senda með
hinni.
Starfsbróðir hans á La Touraine spurði
að því. einu sinni, hvernig honum liði.
„Skipið er að sökkva," svaraði Binns,
„en ég er á mínum stað, og hér ætla ég
að þrauka þar til yfir lýkur.“
Fyrst í stað þorði Binns ekki að hverfa
augnablik frá tækjunum né bregða sér út
á þílfarið til að halda á sér hita. Hann
óttaðist, að eitthvað kynni að fara fram
hjá sér af skeytaviðskiptum, sem mikilvæg
væru. Kuldinn og nepjan læsti sig í gegn-
um döggvot föt hans og gerði lionum stirt
um hreyfingar. Hitalögn skipsins kom auð-
vitað ekki Iengur að neinu gagni, eftir að
gufunni hafði verið hleypt úr kiitlunum.
Vosbúðin og kuldinn áttu og drjúgan
þátt í því að auka liungur hans að mun.
Kl. 2 eftir hádegi kom einn þjónanna loks
upp í loftskeytaklefann með mat og kaffi,
sem Binns hámaði í sig án þess þó að
stöðva skeytasendingarnar. „Þessum þjóni
á ég sennilega líf mitt að launa,“ sagði
hann síðar.
Seinni hluta dagsins tók hann þó sjálf-
ur að sér að fara með skeytin upp á stjórn-
pallinn til skipstjórans til þess að halda á
sér hita.
Hann brosir í kampinn þegar hann
minnist á þetta. „í fyrsta skipti, sem ég
kom upp á brúna,“ segir hann, „var mér
svo kalt, að ég skalf eins og laufblað frá
hvirfli til ilja. Tennurnar gnötruðu í
munninum á mér, og ég gat með naum-
indum gert mig skiljanlegan. „Vertu hug-
hraustur kunningi," sagði Sealby skip-
stjóri. „Það er engin hætta á því, að við
sleppum ekki út úr þessu heilir á húfi.“
Eg sagði lionum brosandi, að það væri
af kulda, en ekki hræðslu, sem mér væri
svona örðugt um mál.“
Nokkru seinna kom 1. stýrimaður upp
í loftskeytaklefann með fóðruð leðurstíg-
vél handa Binns og þjónn með rekkjuvoð-
ir, sem hann vafði um fætur sér.
Þegar kvöldrökkrið færðist yfir, snemma
eins og venja er til á þessum slóðum í
skammdeginu, var af alvöru farið að ótt-
ast um árangurinn af leitarstarfinu. Nátt
myrkrið hlaut að sjálfsögðu að auka erfið1
leikana að miklum mun. Og ekki bætti
það úr skák, að Florida var horfin út í
þokuna og sortann. Það var ömurleg til-
hugsun að vita þar úti í óvissunni af 2000
mannslífum á hrörlegu skipsflaki, sem ef
til vill það eitt beið að hverfa saman í.
hina votu gröf.
Þessi alvöruþrungni feluleikur hafði nú
staðið yfir samfleytt 12 stundir. Frá Re-
public og Baltic hafði flugeldum verið
skotið tugum saman og púðurskot sprengd.
Ennfremur hafði þrásinnis verið spurt urn
það með loftskeytum frá Baltic, hvort ekki
heyrðist í eimlúðri þess um borð í Repu-
blic. En allt kom fyrir ekki.
Þegar púðurskot var sprengt um borð í
öðru hvoru skipanna, var hinu tilkynnt
með loftskeytum að hlusta eftir hljóðinu
til þess að finna eftir því stefnuna, ef unnt
yrði að greina það. Þessu var haldið áfram
allan seinni hluta dagsins.
Klukkan 6 voru aðeins eftir tvö púður-
skot, annað um borð í Republic en hitt
um borð í Baltic. Enn var þokan biksvört
og náttmyrkrið að mestu skollið yfir.
Samanburður var gerður með loftskeyt-
um á sjóúrum skipanna og jafnframt á-
kveðið, að Republic skyldi á tiltekinni
sekúndu kveikja í sínu skoti.
Skotið reið af, og Binns beið þess með