Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Blaðsíða 31

Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Blaðsíða 31
Nýtt S. O. S. 31 Iiátt að hjálpa hinum fáklæddu skipbrots- mönnum með því að láta af hendi við þá þann fatnað, sem þeir gátu misst. Ind- verskur prins, sem keypt hafði í London birgðir af skrautlegustu hálsbindum, sem völ var á í borginni, vildi óður og upp- vægur útbýta þeim meðal karlmannanna. Þegar birta tók af degi hafði safnazt saman á slysstaðnum fjöldi skipa frá ýms- um löndum og af allskonar gerðum. Öll höfðu þau dregizt að sama staðnum fyrir seguláhrif loftskeytanna. Og öll voru þau komin þangað í sama skyni, knúin sam- eiginlegri hvöt til hjálpar í neyðinni. Nú á tímum tekur það skipið, sem næst er slysstaðnum, oftast eitt að sér björgunarstarfið. Önnur skip halda áfram för sinni, ef ekki er sérstaklega óskað eft- ir aðstoð þeirra. En við slys það, sem hér er sagt frá, árið 1909, og sjóslysin, sem urðu næst á eftir því, komu skipin til hjálpar víðsvegar að. Betri sönnun er ekki hægt að fá fyrir anda þess bræðralags, er á sjónum ríkir, og hinu ómetanlega gildi loftskeytatækninnar, þegar háska ber að höndum. Frá Sealby skipstjóra, sem enn hafði far- ið um borð í Republic, hafði borizt orð- sending um það yfir í Baltic, að hann teldi von urn, að bjarga mætti skipinu. Fór Binns því um borð aftur ásamt nokkrum skipverjum öðrum. Gekk hann þegar úr skugga urn, að loftskeytatækin væru í lagi og tilkynnti það skipstjóran- um. Að því loknu hóf hann bráðabirgða- viðgerðir á hinni ömurlegu vistarveru sinni með því að negla fyrir götin tepp- um og segldúk, svo að vært væri þar fyr- ir kulda. Um leið og Baltic lagði af stað aftur áleiðis til New York, var skipinu stefnt í kveðju skyni í áttina til Republic, og rneðan siglt var fram hjá hinu sökkvandi skipi, dundu árnaðar- og aðdunarópin yf- skipi, dundu árnaðar- og aðdáunarópin yf- borð í skipi sínu til síðustu stundar. Nokkur skipanna, er þarna voru stödd, fylgdu síðan Florida til hafnar í öryggis- skyni, en önnur reyndu hins vegar að draga Republic eftir sé í von um, að hægt yrði að koma skipinu upp á grunnsævi og hleypa því þar á land. Þrjú skip tóku þátt í þessari úrslita við- leitni til að forða hinu glæsilega skemmti- skipi frá algerri tortímingu, en ferðinni miðaði hægt með hið tröllaukna skips- bákn í eftirdragi, hálffullt af sjó. Staðar- ákvörðun urn kvöldið sýndi þann sorglega árangur af tilraunum þeirra í þessa átt, að vegna straums, sem var á móti þeinr, höfðu þeir ekki gert betur en að halda skipinu svo að segja á sömu slóðunr allan daginn. Sjórinn var nú farinn að renna inn í loftskeytaklefann hjá Binns. Ætlaði hann einmitt að fara að svipast eftir því, hvort ekki væri farið að gera ráðstafanir til þess að yfirgefa skipið, þegar 3. stýrimaður kom til hans með fyrirskipun um, að fara skyldi í báta. Og Binns lét ekki standa á sér. Hinn kaldi og óvistlegi klefi hans hafði ekki síðustu dægrin veitt honum svo mikil þægindi, að ástæða væri til að dvelja þar lengur en nauðsyn bar til. Að undan- skildum þeim fáu klukkustundum, er hann dvaldi um borð í Baltic, hafði hann ekki vikið frá loftskeytatækjunum í 36 klst. Hann sendi í skyndi síðasta skeytið: „Straummagnið á þrotum. Stöðinni lok- að“. Sealby skipstjóri neitaði harðlega að yf- irgefa skip sitt þrátt fyrir áskoranir yfir- mannanna, sem með honum voru um

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.