Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Blaðsíða 27

Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Blaðsíða 27
Nýtt S. O. S. 27 á miðjan dag, en þá náði liann sambandi milliliðalaust við eimskipið Baltic. Sias- consett annaðist viðskiptin að mestu. Hafð Irvvin fljótlega náð sambandi við einmskip- in La Touraine og Baltic, en á báðum þessum skipum voru tveir loftskeytamenn, og var það ástæðan til þess, að vörður var haldinn við loftskeytatæki þeirra á þessum tíma sólarhringsins. Upplýsingar um allt, er björgunarstarf- ið snerti, sendi Binns til skipstjórans, jafn- óðum og þær bárust, en hann tilkynnti þær svo farþegunum, og var því þar að vonum tekið með óskiptum fögnuði. Æsingar, sem fyrst í stað virtust ætla að brjótast út meðal farþeganna, tókst að kæfa í fæðingunni. Flestir höfðu hlaupið í ofboði upp á þilfar, þegar áreksturinn varð, án þess að hirða hið minnsta um klæðnað sinn eða önnur verðmæti. Margir komu út úr klefum sínum á náttfötunum einum saman og sumir berfættir. Þeir fáu karlmenn, sem tekið höfðu með sér yfir- hafnir, létu þær tafarlaust af hendi við konurnar, sem hnipruðu sig saman á nær- klæðunum, skjálfandi af kulda. Þjónarnir sóttu niður í farþegaklefana allskonar fatnað og deildu honum svo milli þeirra, sem verst voru staddir. Það fór því svo, að flestir gengu að lokum í flíkum einhvers annars, og aflrjúpaði dags- birtan, sem smám saman brauzt gegnum húmtjöld þokunnar, ýmsar „kátlegar kynjamyndir" meðal hinna skefldu far- þega. Karlmennirnir höfðu sumir brugðið kvenpilsum um axlir sér og konurnar ekki vílað fyrir sér að klæðast karlmannsbux- um og skóm, sem ekki voru alltaf í sam- ræmi við líkamsvöxt þeirra og aldur. Bún- ingur skipbrotsmannanna var yfirleitt svo broslegur, að þeir gleymdu því fyrst um sinn vegna hláturs og gamanyrða, hver hætta var á ferðum. Þjónalið skipsins bar farþegunum brenn heitt kaffi, kökur og ávexti. Þeir, sem hug- rakkastir voru í farþegahópnum, fóru nú aftur niður í svefnklefana og sóttu pen- inga sína og skartgripi — aðrir björguðu aðeins þeim flíkum, sem þeir stóðu í. Skipið rak viðnámslaust fyrir straum og' vindi. Við Florida náðist samband aftur, og konr þá í ljós, að þær skemmdir, er þar höfðu orðið, voru ekki meiri en svo, að ekki þótti ástæða til að óttast um skipið. Framstefni þess hafði þó lagzt inn við á- reksturinn um 30 fet, en vatnsþéttu stálþil- in milli skilrúmanna að frarnan voru svo þétt, að ekki sakaði. Sealby taldi því réttast, að farþegar Re- public yrðu fluttir yfir í Florida, en þar voru fyrir um 830 farþegar, flest heimilis- lausir nauðleitarmenn eftir landskjálftana í Messina. Var árekstur við annað skip að nóttu til úti á reginhafi sízt til þess fallinn að sefa æstar taugar þeirra eftir skelfingar eins af ægilegustu náttúruvið- burðurn veraldarsögunnar, enda urðu þeir fyrst í stað hamslausir af ótta. Hinum unga ítalska skipstjóra tókst þó bráðlega að koma á röð og reglu á skipi sínu aftur. Sealby ávarpaði enn á ný farþega sína af stjórnpallinum: „Hér er engin liætta á ferðum,“ hrópaði hann, „en af örygg- isástæðum læt ég þó flytja ykkur yfir í Florida. Verið róleg umfram allt og forð- izt æsingar. Gerið flutninginn ekki erfið- ari nreð því að ryðjast að björgunarbátun- urn. Munið — konur og börn fara fyrst frá borði, þá farþegar af fyrsta farrými og því næst af öðru farrými. Skipshöfnin yf- irgefur skipið síðast.“ Góður rómur var gerður að ræðu skip-

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.