Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Blaðsíða 18
18 Nýtt S. O. S.
inni við þjóna laga og réttar. Skipulögð
samtök sjóræningja á Mexikóflóa leystust
upp.
AÐ LOKUM BÍÐUR GÁLGINN
Við vaktaskiptin um morguninn var
skipstjórinn enn kominn upp á þilfar.
Hann gengur eirðarlaus fram og aftur
milli stýrishúss og kulborðssíðu.
Allt í einu nemur hann staðar fyrir
framan Ben Cliff, annan stýrimann, er
var vaktarforingi.
„Hvað hefðir þú gert, Mr. Cliff, ef þú
hefðir verið skipstjóri á þrælaskipinu?“
Stýrimaðurinn þarf ekki langa stund til
umhugsunar, því hann hafði einmitt ver-
ið að íhuga þetta mál nokkurn hluta frí-
vaktarinnar.
„Eg mundi reyna að setja farminn á
land á einhverjum öðrum stað en ég hefði
fyrirhugað, annaðhvort á morgun eða
næstu nótt.“,
Skipstjórinn kinkar kolli og er all hugs-
andi.
„En hvað mundir þú gera, ef þú værir
skipstjóri á Joe Lane?“
„Liggja í leyni næstu nætur, Sir. Við
vitum nokkurn veginn á hvaða svæði
þrælaskipið mun freista að skipa farmin-
um á land.“
Skipstjórinn kinkar enn kolli.
„Eins mun þrælaskipstjórinn hugsa,
gæti ég trúað. Og ef hann er ekki nýr í
starfinu, fer hann ekki í grafgötur um,
hvað við ætlumst fyrir. Vitið þér, hvað
ég mundi gera, ef ég væri í hans sporum?
Fara upp að ströndinni um hábjartan dag,
skipa upp farminum, og halda svo til hafs.
(Gæzluskipið gæti þá legið í leyni til ei-
lífðarnóns, eða þar til ég kæmi úr næstu
ferð.“
Ben Cliff liorfir stórum augum á hús-
bónda sinn. Já, fari bölvað, það væri
aldeilis skemmmtileg ósvífni. Líklega væri
hann of varkár í útreikningi sínum. Þetta
væri snjallt og fífldjarft bragð.
„Þér væruð í meira lagi djarfur, Sir,
ef þér legðuð út í slíkt.“
„Þrælasala er ekki neitt starf fyrir hug-
leysingja, Mr. Cliff. Þeir tefla djarft og
Om stóra vinninginn. Það er ekki um of
að leggja lífið að veði, því þeirra, sem
þetta starf stunda, bíður gálginn.
Skipstjórinn brosir lítið eitt.
„Við höldum þessa stefnu fram á miðj-
an dag, Mr. Cliff. Þá nálgumst við strönd-
ina, þar sem líkindi eru til, að þeir reyni
að koma mönnunum á land. Við förum
þétt upp að landinu. Við leitum í hverj-
um firði, og andskotinn eigi það, ef við
sjáum þá ekki fyrr en þeir okkur. En
þeir munu áreiðanlega vera varir um sig.
En þeir leita fyrst til hafs, ekki til strand-
ar þaðan sem við komum. Gjörið svo vel
að tilkynna þetta stýrimönnum og háset-
Um, Mr. Cliff.“
„Yes, Sir!“ Stýrimaðurinn kveður full-
ur lotningar. Þetta er í fyrsta skipti, að
skipstjórinn gerir hann hluttakandi í á-
áformum sínum, þegar leggja á til atlögu
gegn brotlegu skipi. Og nú sér hann í
skýrara ljósi en nokkru sinni fyrr, hvers
vegna lögbrjótarnir óttast svo mjög skip-
stjórann á Joe Lane. Um þetta hugsar hann
er hann gengur til káetu sinnar.
Klukkan er 13,30, hinn 13. september,
er Joe Lane snýr í austurátt úti fyrir strönd
Louisiana.
En nú er búið að taka segldúkinn af
fallbyssunni og glampar nú á stálrörið á
tólfpundaranum, hún er hlaðin, og fyrir-