Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Blaðsíða 7
Nýtt S. O. S. 7
.Svo kalla sjómennirnir svörtu þrælana frá
Gullströridinni, sem alltaf er verið að
smygla inn í Bandaríkin enda þótt sam-
veldisþingið hafi fyrir löngu bannað
þrælasölu með lögum og einnig innflutn-
ing svartra manna gegn vilja þeirra.
En hverju skiptir þrælasalan þá háu
herra í Washington? Hað koma þeim við
alþjóðasamþykktir, sem hafa sagt allri
þrælasölu stríð á hendur? Þeir hafa bara
áhuga fyrir dollurum, öðru ekki. Góðum,
gullnum dollurum, sem fljóta í stríðum
straumum fyrir svörtu þrælana. Já, að
baki Mexikóflóans liggja Suðurríkin. Hin-
ir voldugu plantekrueigendur, drembilát-
ir landherrar, sem ráða yfir landsvæði á
:stærð tið smáríki í Evrópu, jDurfa jafnt
•og ])étt ódýran vinnukraft á ekrurnar sín-
ar.
Fyrir stóran og stæðilegan negra, hvers
] íkamsbýggíng gefur vonir um ábatasaman
vinnuþræl, eru greiddir 300 dollarar. Það
er verzlun, þar eru möguleikar á gróða!
Varan kostar ekki mikið í Afríku. Oft
Jiarf ekki annað en láta þorpshöfðingjann
fá dálítið af ódýru glingri eða þá nokkur
skothylki. Og svo fyllast lestarnar af svört-
um mönnum, sem eru hlekkjaðir saman.
Hvað varðar þrælaskipstjórana um það,
þó þeir hafi hrifið þá brott frá konum
og börnum? Hvað varðar þá um það,
þó þessir ógæfumenn líti aldrei framar ætt-
land sitt?
Fyrir þeim eru mennirnir í lestinni bara
farmur. Gróðavænlegasti farmur, sem völ
er á. 100 negrar? Þeir komast fyrir í
fremri lestinni. Þétt við þétt og keðjurn-
ar, sem þeir eru bundnir við, svo stutt-
ar, að þeir geta varla risið upp við dogg.
Og svo er annað hundraðið stjórnborðs-
niegin og loks fimmtíu í afturlestina.
Þetta gerir samtals 350!
Kostnaðurinn er hins vegar ekki mik-
ill. Maturinn er miðaður við það, að negr-
arnir drepist ekki úr hungri, og helzt
verður að gæta þess, að þeir verði ekki
svo illa haldnir, er þeir koma á markaðinn
einlivers staðar í Suðurríkjunum, að þeir
geti ekki staðið á fótunum.
Þrælasalinn gerir ráð fyrir, að einn
þriðji týni tölunni vegna hungurs og veik-
inda, þá eru eftir a. m. k. 200 negrar,
sem verður söluvarningur. Hver þeirra
gefur af sér a. m. k. 150 dollara. Það ger-
ir hvorki meira né minna en 30 000 gull-
dollara! 3000 fara í kaup handa áhöfninni
og aðrir 3000 til yfirmannanna og eru þá
eftir 24.000 dollarar lianda skipstjóran-
um.
Og tvær ferðir er hægt að fara á ári,
stundum þrjár. Góð kauphöndlan, góðir
hálsar, ábatasöm verzlun!
Þessi verzlun kostar blóð og tár, glæp-
samlegasta verzlun, sem nokkru sinni hef-
ur verið rekin í heiminum. Og áhafnir
þrælaskipanna eru úrhrök hafnarbæjanna!
áVashington gnístir tönnum, og reynt
er að styrkja aðstöðuna á sjónum. Bretar
og Frakkar láta herskip njósna við Gull-
ströndina.
Vei þeim þrælasala, sem brezkir sjó-
menn klófesta. Þeir hafa sína aðferð við
þá. Mjór kaðall er bundinn um hvorn
úlnlið og þannig er viðkomandi þræla-
sali hengdur upp á rá. Þegar þeir hafa
liangið svona nokkrar klukkustundir,
hlakka þeir til að dingla í gálganum!
Og amerísku strandverðirnir vanda
þeim heldur ekki kveðjurnar. „Undir
ránni er nóg pláss og í landi bíður gálg-
inn,“ var kjörorðið á þessum umbrota-
sömu árum fyrir borgarastyrjöldina. Hins
\ægar er það svo, að það eru nær eingöngu
Norðurríkjamenn, sem halda uppi gæzlu-